Mógil með tónleika í EFTA-byggingunni

Sendiráð Íslands, Íslendingafélagið í Belgíu og listanefnd EFTA bjóða til tónleika hljómsveitarinnar Mógil í húsnæði EFTA við Rue Joseph II, 12-16, fimmtudaginn 5. febrúar næskomandi klukkan 18.00.

Mógil er íslensk-belgísk hljómsveit sem er skipuð þeim Heiðu Árnadóttur (söngkonu), Ananta Roosens (fiðlu), Joachim Badenhorst (klarinett/saxafónn) og Hilmari Jenssyni (gítar). Kvartettinn flytur eigin tónlist við gömul íslensk þjóðlög eða nýja texta í þjóðlagastíl.

Ró, nýr diskur hljómsveitarinnar sem gefinn var út á Íslandi og í Benelux-löndunum síðasta haust, hefur hlotið feiknagóða dóma og var valinn einn af þremur bestu hljómdiskum síðasta árs hjá Morgunblaðinu. Þá hefur Ró verið útnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2008 í flokknum samtímatónlist. Að undanförnu hefur sveitin verið að leika í Benelux-löndunum, auk þess að hafa troðið upp á Iceland Airwaves og Jasshátíð Reykjavíkur.Video Gallery

View more videos