Íslensk birta yfir Höfuðstöðvum ESB

Þann 6. desember sl. opnaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ljósmyndasýningu  með  verkum  Páls Stefánssonar í Berlaymont, höfuðstöðvum framkvæmdastjórnar   ESB.   Heiðursgestur   opnunarinnar   var   Joe  Borg, framkvæmdastjóri   sjávarútvegsmála  hjá  Evrópusambandinu  en  hana  sóttu tæplega 150 manns.

 Sendiráðið  í  Brussel  stendur   baki sýningunni en hún samanstendur af stórum  náttúruljósmyndum  frá  Íslandi. Valdi Páll myndirnar eftir þemanu, “Hvað  gerir  þjóð   þjóð”  eða “What makes a nation” eins og sýningin heitir  á  ensku.  Tengir  Páll saman aðstæðurnar í íslenskum veruleika við andstæðurnar  sem  einkenna  íslenskt landslag og á lifandi og skemmtilegan hátt.  “Þessar  myndir  gefa   mínu  mati  ákveðinn  tón”  segir Páll um sýninguna.  “Þær  sýna  land sem er í mótun, nýtt land eins og sú þjóð sem býr  hér  norður undir heimskautsbaug, en er bara í 5 tíma fjarlægð frá New York, og tæplega þriggja tíma fjarlægð frá London”?

 Um  2000-2500  manns  fara um svæði sýningarinnar daglega, bæði starfsmenn framkvæmdastjórnarinar  og þeir fjölmörgu sem koma að starfsemi hennar. Því er  ljóst   Ísland  fær  mjög  góða  athygli á meðan sýningunni stendur. Sýningin  hefur  verið vel kynnt hjá framkvæmdastjórninni t.d. prýða plaköt sýningarinnar  72 byggingar hennar og kynningarefni hefur verið sent út til 25.000 starfsmanna hennar.

 “Ástæðan  fyrir því að við réðumst í þetta verkefni er ekki síst vegna þess til  hversu  stórs  og  alþjóðlegs hóps hægt er að ná til hér í Berlaymont” sagði  Stefán  Haukur  Jóhannesson,  sendiherra Íslands í  Brussel,  um sýninguna. “Verkefnið  nýtist einnig vel til að kynna íslensku hátíðina Iceland on the Edge sem  hefst í febrúar og varir til júní á næsta ári og framboð Íslands

til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna en sýningin er m.a. styrkt af framboðinu til að kynna það.”

 Sendiráðið  stendur   auki  fyrir kynningarbás með ýmsu efni um Ísland á meðan  sýningunni stendur. Síðast en ekki síst verða sýndar þrjár íslenskar heimildamyndir  í  tengslum  við sýninguna í kvikmyndasal Berlaymont en það eru  myndirnar  Gargandi  Snilld, Reiði Guðanna og Hestasaga sem allar hafa hlotið frábæra dóma á kvikmyndahátíðum.Video Gallery

View more videos