Vegna hryðjuverkaárása í Brussel 22. mars og hækkaðs viðbúnaðarstigs

Vegna atburðanna í morgun í Brussel hefur viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar í Brussel verið hækkað á efsta og 4. stig. Fylgið fyrirmælum yfirvalda í Belgíu.

Allar almenningssamgöngur í Brussel hafa verið stöðvaðar. 

Stjórnvöld í Belgíu ráðleggja fólki að halda kyrru fyrir þar sem það er. Jafnframt ráðleggja stjórnvöld að fólk sæki ekki börn sín í skóla, nema fyrirmæli berist þar um frá viðkomandi skóla eða yfirvöldum.

Álag á símkerfinu í Brussel er mikið. Notið SMS eða samfélagsmiðla til að koma upplýsingum um að þið séuð heil á húfi til ættingja og vina.

Íslenskir ríkisborgarar eru beðnir um að hafa samband við ættingja sína til að láta vita að þeir séu óhultir. Ef aðstoðar er þörf hafið samband við borgaraþjónustu utanríkisþjónustunnar í síma +354 545 9900.

 

Video Gallery

View more videos