Heimsókn utanríkisráðherra til Lúxemborgar og Brussel

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, heimsótti Lúxemborg og Brussel, dagana 26. og 27. febrúar s.l. Forsætisráðherra heimsótti íslensku bankana í Lúxemborg og átti síðan fund með Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar. Ráðherra hélt síðan til Brussel þar sem hann fundaði með Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóra NATO.  Að því loknu opnaði hann Íslandshátíðina í Brussel, Iceland on the Edge.

Hinn 27. febrúar átti forsætisráðherra fund með Guy Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu.  Hann fundaði síðan með Javier Solana, utanríkismálastjóra ESB og að því loknu með José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, Benitu Ferrero-Waldner, framkvæmdastjóra fyrir utanríkismál, Joaquin Almuni framkvæmdastjóra efnahagsmála og Olli Rehn, framkvæmdastjóra stækkunarmála.Video Gallery

View more videos