Heimsókn félagsmálaráðherra til Brussel

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra var á ferð í Brussel í liðinni viku í tilefni af formlegri opnun skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Skrifstofan hefur verið starfrækt frá 1. september síðastliðinn og er meginhlutverk hennar að gæta hagsmuna íslenskra sveitarfélaga gagnvart Evrópusambandinu og í EES-samstarfinu. Formleg opnun skrifstofunnar var hins vegar í síðustu viku og voru viðstaddir auk ráðherra, Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og fleiri sveitarstjórnarmenn frá Íslandi, auk földa annarra gesta.

Í ávarpi sem félagsmálaráðherra flutti við þetta tækifæri sagði hann meðal annars:

„Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið afar mikilvægur fyrir Íslendinga og einn þýðingarmesti alþjóðasamningur sem við erum aðilar að. Samningurinn skapar Íslendingum tækifæri til virkrar þátttöku í einu mikilvægasta efnahagssvæði í heiminum, en jafnframt gefur hann okkur tækifæri til samstarf á fjölmörgum sviðum Evrópusamstarfsins. Þessi tækifæri eiga íslensk sveitarfélög að nýta sér til hins ítrasta eins og aðrir þátttakendur samstarfsins."

Félagsmálaráðherra nýtti jafnframt ferðina til að funda með sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu, Stefáni Hauki Jóhannessyni og starfsmönnum í sendiráði. Þá átti ráðherra fundi með Lilju Viðarsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóra EFTA og stjórnarmönnum Eftirlitsstofnunar EFTA. Að lokum fundaði félagsmálaráðherra með Stefané Ouaki, aðstoðarráðuneytisstjóra við framkvæmdastjórn ESB fyrir atvinnu- og félagsmál.Video Gallery

View more videos