Hagsmunaaðilar um jarðvarma víða að úr heiminum samankomnir í Brussel

Stefnumótendur ásamt fulltrúum stjórnvalda og iðnaðar frá Evrópusambandinu, Íslandi og Japan eru sammála um að jarðvarmi sé sífellt að verða mikilvægari kostur sem orkugjafi. Enda er jarðvarmi hreinn, stöðugur og varanlegur orkugjafi sem er að finna víða um heim.

Fulltrúarnir komu saman í Brussel þann 8. mars til að taka þátt í málþingi um samvinnu í jarðhitamálum. Fundurinn var haldinn í húsakynnum Efnahags- og félagsmálanefndar ESB þann 8. mars og var skipulagður af hagsmunasamtökum jarðorkuframleiðenda (e. EGEC), fastanefnd Íslands gagnvart Evrópusambandinu og sameiginlegri stofnun ESB og Japan um iðnaðaðarmál. Fyrirlesararnir töluðu allir um mikilvægi þess fyrir hagsmunaaðila að vera meðvitaðir um mögulega orkugjafa og nýtingu þeirra.

Jarðvarmi er endurnýtanleg orkuauðlind sem gefur af sér hita og orku 24 stundir á dag, allt árið um kring og má finna um allan heim. Málþingið tók á fjölbreyttum hliðum jarðvarmanýtingar, svo sem dreifingu á tækni og þekkingar og jafnframt aukinni alþjóðlegri samvinnu í rannsóknum og þróun.

Fyrstu jarðvarmavirkjanirnar voru settar á laggirnar árið 1904 í Evrópu sem er í dag leiðandi í jarðvarmatækni (e. EGS technology). Fulltrúar ESB á málþinginu voru Agustin Escardino Malva, yfirmaður rannsóknar- og nýsköpunarsviðs framkvæmdastjórnar ESB og Carlo Minini frá Turboden. Evrópusambandið sér mikilvægi jarðvarma og stefnir á að auka fjármagn til rannsókna og samstarfs um jarðvarmanýtingu. Gunter Siddiqi, yfirmaður jarðvarmarannsókna hjá orkustofnun Sviss var líka viðstaddur.

Sökum staðsetningar hefur Ísland mjög góð skilyrði fyrir jarðvarmaþróun. Jónas Ketilsson frá Orkustofnun Íslands fjallaði um notkun og stefnu Íslendinga í jarðvarmamálum. Hann talaði m.a. um að jarðvarmi væri nýttur bæði til raforkuframleiðslu og beinnar upphitunar og væri 66% af þeirri orku sem Ísland nýtir. Runólfur Maack frá Mannvit kynnti jafnfram verkefni fyrirtækisins á Íslandi og víða um heim, þá sérstaklega í Ungverjalandi.

Japan rekur einnig jarðhitavirkjanir og vert er að segja frá því að allar jarðhitavirkjanir á svæðinu sem varð fyrir jarðskjálftanum mikla í mars 2011 virka eðlilega og gefa af sér sömu orku og fyrir jarðskjálftan. Japanir hafa breytt orkustefnu sinni töluvert í kjölfar jarðskjálfans og leggja nú aukna áherslu á jarðvarma. Nobuhiko Hara frá Mitsubishi Heavy Industries Ltd. hélt tölu um innleiðingu jarðvarmanýtingar í Japan og Kuniko Urashima, starfsmaður vísinda- og tæknistofnunar MEXT í Japan fór yfir stefnubreytinguna frá kjarnorku yfir í jarðvarma. 

Síðastur tók Stéphane Buffetaut, forseti orkumála hjá Efnahags- og félagsmálanefnd ESB til máls en hann fjallaði um framtíðarstefnu í þróun og nýtingu jarðvarma. Málþinginu stýrðu, Gerd Wolf, prófessor og varaforseti orkumála hjá Efnahags- og félagsmálanefnd ESB, Andri Lúthersson, sendiráðunautur við fastanefnd Ísands gagnvart Evrópusambandinu og Burkhard Sanner forseti EGEC.

Video Gallery

View more videos