Grænbók ESB um leiðir til að draga úr tóbaksreyk

Framkvæmdastjórn ESB kynnti í síðstu viku grænbók um tóbaksvarnir í Evrópu. Markmiðið er að hefja víðþætta umræðu og samráð um leiðir til að draga úr notkun tóbaks í ríkjum Evrópusambandsins og skapa reyklaust umhverfi. Öllum ríkjum ESB og hagsmunaaðilum gefst kostur á að koma með athugasemdir við grænbókina og leggja umræðunni lið, en frestur til að skila formlegum athugasemdum eða koma með innlegg í þessa umræðu er 1. maí 2007.

Í grænbókinni segir að skaðsemi reykinga er ekki eingöngu bundin við þá sem reykja, heldur einnig hina sem verða fyrir óbeinum áhrifum af reykingum. Samkvæmt upplýsingum sem fram koma í grænbókinni eru líkur þeirra sem ekki reykja en búa með reykingamanni allt að 25% meiri að fá lungnakrabba en þeirra sem búa í reyklausu umhverfi. Og hætta á lungakabba er 12-19% meiri hjá þeim sem vinna í reykmettuðu umhverfi. Heilbrigðisáhrif vegna tóbaksreyks eru því mikil og þess vegna hefur framkvæmdastjórnin, með vísan til 152. greinar stofnsáttmála ESB, ákveðið að hefja samráð meðal ríkjanna um aðgerðir gegn þessu.

EFTA EES ríkjunum stednur til boða að koma athugasemdum sínum á framfæri.

Sjá nánar á heimasíðu framkvæmdastjórnar ESB:

http://ec.europa.eu/health/ph_determinants/life_style/Tobacco/keydo_tobacco_en.htmVideo Gallery

View more videos