Fundur sameiginlegu þingnefndar ESB og Ísland

Þriðji fundur sameiginlegu þingnefndar ESB og Íslands  (EU-Iceland Joint Parliamentary Committee) var haldinn í Brussel 05.10 sl.  Aðaláhersla í umræðum nefndarinnar var endurskoðun sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB (Common Fisheries Policy), breytingar á Schengen svæðinu, efnahagsmál og þróun norðurslóðamála.

Rætt var um stöðu aðildarviðræðna Íslands og ESB en gestaþáttakendur í þeim umræðum voru Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, Alexandra Cas Granje , skrifstofustjóri hjá stjórnsviði stækkunarmála framkvæmdastjórnar ESB og Radoslaw Sikorski ráðuneytisstjóri hjá pólska utanríkisráðuneytinu. 

Fyrirhugað er að halda ríkjaráðstefnu í október og desember á þessu ári.  Næsti fundur sameiginilegu þingnefndarinnar er fyrirhugaður í apríl á næsta ári í Reykjavík.

Frekari upplýsingar:

http://www.europarl.europa.eu/activities/delegations/homeDel.do?body=DEEA&language=EN

Video Gallery

View more videos