Fundur fjármálaráðherra EFTA og ESB ríkja í Brussel

Fjármálaráðherrar aðildarríkja EFTA og Evrópusambandsins ræddu orkumál á sameiginlegum fundi sínum í Brussel í dag. Björn Bjarnason. dóms- og kirkjumálaráðherra, sat fundinn fyrir Íslands hönd.

Í ræðu sinni lýsti ráðherrann því hvernig Íslendingar stæðu að orkunýtingu og rakti sérstaklega aukin áhrif jarðhita í orkubúskapnum. Ráðherrar Noregs, Sviss og Liechtenstein tóku einnig til máls og þá Finnlands, Bretlands, Danmerkur.

Gordon Brown, fjármálaráðherra Breta, hvatti til þess að EFTA-ríkin tækju þátt í því með aðildarríkjum Evrópusambandsins að mynda sameiginlegan Evrópumarkað til að draga úr útblæstri á koltvísýringi. Tóku ráðherrar EFTA-ríkjanna undir þessa tillögu.Video Gallery

View more videos