Tímabundið landamæraeftirlit á hluta landamæra Belgíu og Frakklands

Ferðaráð: Athygli er vakin á því að belgísk stjórnvöld hafa tekið upp tímabundið landamæraeftirlit á landamærum Belgíu og Frakklands, milli Vestur-Flæmingjalands og Nord-Pas-de-Calais. Þeir sem eiga leið yfir landamærin á umræddu svæði er því hvattir til að passa að hafa ávallt gild persónuskilríki með í för. Minnt er á að einu íslensku ferðaskilríkin sem viðurkennd eru erlendis eru vegabréf, en það fer eftir reglum í hverju ríki hvaða önnur skilríki teljast gild persónuskilríki, svo sem nafnskírteini sem gefin eru út í búsetulandinu.

Mikilvægt er að hafa ávallt með vegabréf eða önnur viðurkennd persónuskilríki þegar farið er yfir landamæri innan Schengen-svæðisins, því tímabundið landamæraeftirlit getur verið tekið upp án fyrirvara. 

Video Gallery

View more videos