Félagsmálaráðherra á ferð í Brussel

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sat ásamt sendinefnd fundi í Belgíu í síðustu viku til að fara yfir reglur sem gilda um för launþega samkvæmt EES samningnum, ekki síst með hliðsjón af stækkun ESB. Jafnframt kynnti hann sér efni nýrrar tilskipunar sem ESB hefur sett um rétt fólk til farar á evrópska efnahagssvæðinu. Í þessum tilgangi hitti félagsmálaráðherra starfsmenn í sendiráði Íslands í Brussel sem og sérfræðinga frá EFTA og ESA

Þá kynnti ráðherra sér einnig umræðu sem farið hefur fram á vettvangi ESB um reglur sem gilda um útsenda starfsmenn í þjónustuviðskiptum, en mikil umræða hefur farið fram um þau mál á vettvangi ESB ekki síður en á Íslandi. Ráðherran heimsótti framkvæmdastjórn ESB í þeim tilgangi og kynnti sér nýlegar leiðbeiningarreglur ESB um framkvæmd tilskipunar um útsenda starfsmenn, sem tekin hefur verið upp í EES samninginn.

Félagsmálaráðherra átti einnig fund með Elisabeth Schroedter, þingkonu á Evrópuþinginu, sem hefur að eigin frumkvæði tekið saman gagnrýni á túlkun framkvæmdastjórnarinnar á reglum um útsenda starfsmenn, og lagt fyrir Evrópuþingið.Video Gallery

View more videos