Endurgreiðsla sjúkrakostnaðar í útlöndum

Framkvæmdastjórn ESB hefur opnað nýtt vefsvæði sem veitir greinargóðar upplýsingar um all sem snýr að rétti fólks til endurgreiðslu á heilbrigðiskostnaði í útlöndum. Það gerist æ tíðara að fólk nýtur heilbrigðisþjónustu utan heimalands og því er mikil þörf fyrir upplýsingar um rétt og skyldur í þeim efnum. Það getur bæði verið í þeim tilvikum þegar fólk dvelur til lengri tíma utanheimalands t.d. vegna vinnu eða náms, en eins þegar fólk þarf á heilbrigðisþjónustu að halda á ferðalögum erlendis. Eins færist í vöxt í Evrópu að fólk sækist beinlínis eftir hverskonar heilbrigðisþjónustu utan heimalands.

Þetta nýja vefsvæði er því ætlað að koma til móts við þarfir einstaklinga fyrir upplýsingar um það hvernig hátt er endurgreiðslu á kostnaði við heilbrigðisþjónustu frá sjúkratryggingum. Reynt er þannig að skýra með einföldum hætti þær reglur sem gilda á evrópska efnahagssvæðinu um þessi réttindamál, meðal annars með því að setja fram dæmi um endurgreiðslu sjúkrakostnaðar við ýmis tilvik. Engu að síður er lögð áhersla á að það eru stjórnvöld viðkomandi ríkja sem annast umsýslu og rekstur sjúkratryggingakerfa og frekari leiðbeiningar og upplýsingar er þangað að sækja.

Sjá nánar á hinni nýju heimasíðu ESB:

http://ec.europa.eu/employment_social/social_security_schemes/healthcare/index_en.htm

Sjá einnig upplýsingar um Evrópska sjúkratryggingakortið á heimasíðu Tryggingastofnunar ríkisins.

http://www.tr.is/heilsa-og-sjukdomar/evropskt-sjukratryggingakortVideo Gallery

View more videos