EFTA námskeið í Brussel

Hefðbundið EFTA námskeið verður haldið í Brussel dagana 22. og 23. nóvember 2007. Slík námskeið eru haldin tvisvar á ári og eru ætluð embættismönnum, sérfræðingum alþjóðastofnana, starfsmönnum sveitarfélaga og öðrum sem að Evrópumálum vinna.

Á námskeiðunum er farið yfir EES-samninginn og hvernig staðið er að rekstri hans. Að þessu sinni verður einnig farið yfir samskipti ESB og Rússlands og staða mála varðandi nýjan sáttmála ESB.

Yfirleitt er mikil þátttaka á slíkum námskeiðum og þarf að skrá sig tímanlega til að eiga tryggt sæti. Frestur til skráningar rennur út 1. nóvember 2007.

Nánari upplýsingar á heimasíðu EFTA.Video Gallery

View more videos