EES-samningurin 15 ára.

Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, EES-samningurinn, fagnaði 15 ára afmæli sínu hinn 1. janúar sl. Samningurinn var undirritaður 2. maí árið 1992 í Óportó en öðlaðist gildi 1. janúar 1994. Þá undirituðu hann sex EFTA-ríki og tólf aðildarríki ESB. Með samningnum öðluðust EFTA-ríkin, og þar með Ísland, aðild að innri markaði ESB en samningurinn mælir fyrir um hið svonefnda fjórfrelsi, það er frjálst flæði vöru, fjármagns, frjálsa þjónustustarfsemi og frjálsa för fólks auk annarrar samvinnu.

Núna eiga aðild að honum þrjú EFTA-ríki, Ísland, Noregur og Liechtenstein og 27 aðildarríki ESB. Samanlagt er fólksfjöldi í aðildarríkjum EES-samningsins um 500 milljónir. Á þeim fimmtán árum sem samningurinn hefur nú verið í gildi hafa um 6000 gerðir Evrópusambandsins verið teknar upp í EES-samninginn. Sjá nánar heimasíðu EFTA-skrifstofunnar: http://www.efta.int/.Video Gallery

View more videos