Breytingar á lögum um íslenskan ríkisborgararétt

Með lögum nr. 40 frá 7. júní 2012 samþykkti Alþingi breytingu á lögum nr. 100/1952 um íslenskan ríkisborgararétt og varða þær helst fyrrum íslenska ríkisborgara, sem búsettir eru erlendis.Sendiráðið vekur athygli á bráðabirgðaákvæði laganna en samkvæmt breytingunum er endurvakin, tímabundið til fjögurra ára, heimild til að endurveita íslenskan ríkisborgararétt að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Samkvæmt þessu nýja ákvæði er nú mögulegt fyrir fyrrum íslenska ríkisborgara að óska eftir því að öðlast íslenskan ríkisborgararétt að nýju. Heimildin gildir til 1. júlí 2016.

Heimildin til endurveitingar getur átt við þá sem öðluðust erlend ríkisfang samkvæmt umsókn fyrir 1. júlí 2001.

Nánari upplýsingar um íslenskan ríkisborgararétt má finna á vefsíðu Útlendingastofnunar.

Video Gallery

View more videos