Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins 2011 - Ófeigur Sigurðsson

Ófeigur Sigurðsson er meðal handhafa Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins árið 2011.  Verðlaunin hlaut Ófeigur fyrir „Skáldsöguna um Jón & hans rituðu bréf til barnshafandi konu sinnar þá hann dvaldi í helli yfir vetur & undirbjó komu hennar & nýrra tíma“ sem kom út hjá Máli og menningu árið 2010.

Verðlaunin eru veitt í þriðja sinn en markmið þeirra er að undirstrika grósku og margbreytileika evrópskra samtímabókmennta og stuðla að þýðingu og útbreiðslu kjörinna verka utan heimalands höfundanna.

Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Brussel þann 28. nóvember að vistöddum Þóri Ibsen sendiherra.

Frekari upplýsingar

http://www.euprizeliterature.eu/

Video Gallery

View more videos