Bókaþjóðin Ísland í húsakynnum EFTA

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra og Bergdís Ellertsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri EFTA, opnuðu sýninguna Sögueyjan Ísland - Portrett af íslenskum samtímahöfundumí húsakynnum EFTA í Brussel 15.05. sl.

Sýningin byggir á veggspjöldum með portrettljósmyndum Kristins Ingvarssonar ljósmyndara af á þriðja tug íslenskra rithöfunda og viðtölum Péturs Blöndal blaðamanns við þá um hvað í íslenskum söguarfi hafi helst haft áhrif á listsköpun þeirra.

Bókmenntakynningin er liður í kynningarstarfi sendiráðs Íslands í Brussel sem miðar að því að efla áhuga fyrir Íslandi og íslenskri menningu í Belgíu, sem og í umdæmisríkjunum Hollandi og Lúxemborg.  Sýningin hefur þegar verið sýnd í helstu stofnunum Evrópusambandsins.

Við opnunina spilaði Björk Óskarsdóttir, fiðluleikari og einnig var sýnd ný heimildarmynd eftir Helgu Brekkan, Iceland's Artists and Sagas.

Frekari upplýsingar

http://www.sagenhaftes-island.is/

Video Gallery

View more videos