Bára Sigfúsdóttir frumsýnir dansverk sitt „Handan Heiða“ á Jet Herfst Festival

Íslenski dansarinn Bára Sigfúsdóttir mun frumflytja sólóverk sitt „Handan Heiða“ á Jet Herfst Festival í Danscentrumjette, Rue van Cauwenbergh 55, Brussel, kl. 17:00 laugardaginn  17. nóvember.  Verkið fjallar um lífsferil stúlku þar sem fortíð og nútíð fléttast saman í veröld þar sem tíminn er afstæður og ímyndunaraflið ræður ríkjum.

Búningar voru hannaðir af Mat Voorter, ljósahönnun var í höndum Joris De Bolle og tónlist var frumsamin af Sóley. Flutningur verksins er studdur af Menningarsjóði flæmskumælandi í Brussel (V.G.C.), Danscentrumjette, RITS (EHB), Pianofabriek kunstenwerkplaats, Staircase.Studio og Rosas.

Frekari upplýsingar

info@danscentrumjette.be

Video Gallery

View more videos