Auður Ava Ólafsdóttir og Sjón á Passa Porta Parcours

Rithöfundarnir Auður Ava Ólafsdóttir og Sjón munu koma fram á PassaPorta bókmenntahátíðinni þann 24.03. nk.  Þátttaka þeirra er partur af Parcour hluta hátíðarinnar og hefst dagskráin kl. 15:30 í KBC byggingunni á Grand Place í Brussel.

Bækur Auðar Övu hafa verið gegnar út og þýddar m.a. á frönsku, þýsku, ensku og hollensku og hafa þýðingarnar vakið mikla athygli og hlotið lof gagnrýnenda.

Sjón hefur ásamt ritverkum unnið að ljóðagerð, leikritagerð og einnig með tónlistarmönnum á borð við Björk.  Verk hans hafa verið gefin út og þýdd á yfir 16 tungumál en hann var einnig handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2005.


View Larger Map

Frekari upplýsingar

http://passaporta.be/en/agenda/the-best-of-iceland

http://www.sagenhaftes-island.is/en/icelandic-literature/authors/nr/194

http://www.sagenhaftes-island.is/en/icelandic-literature/authors/nr/208

Video Gallery

View more videos