Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til embættis forseta Íslands 30.06.2012

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin í sendiráði Íslands í Brussel sem og hjá kjörræðismönnum í umdæmislöndum sendiráðsins vegna kosninga til embættis forseta Íslands  sem verða á Íslandi þann 30.06.2012. nk.

Um kosninguna gilda lög um framboð og kjör forseta Íslands nr. 36 12. frá febrúar 1945 og hefur kjósandi sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi heimild til að greiða atkvæði utan kjörfundar.

Kjósandi sem greiða vill atkvæði utan kjörfundar skal gera kjörstjóra grein fyrir sér með því að framvísa skilríkjum svo sem nafnskírteini eða vegabréfi.  Að lokinni kosningu skal senda umslag áritað til sýslumanns eða kjörstjórnar í því umdæmi þar sem kjósandi telur sig standa á kjörskrá og kjósendur skulu sjálfir annast og kosta sendingu atkvæðis síns til Íslands.

Hægt er að kjósa í sendiráðinu virka daga milli 09:00 og 16:00

Upplýsingar um kjörræðismenn má finna á vef sendiráðsins:

http://www.iceland.is/iceland-abroad/be/islenska/sendiradid/raedismenn/

Upplýsingar um kosningarnar má finna á vef innanríkisráðuneytisins:

http://www.kosning.is/forsetakosningar/

Video Gallery

View more videos