Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna alþingiskosninga 27.04.2013

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin í sendiráði Íslands í Brussel sem og hjá kjörræðismönnum í umdæmislöndum sendiráðsins vegna alþingiskosninga sem verða á Íslandi þann 27.04.2013 nk.

Um framkvæmd kosninganna, atkvæðagreiðsluna sjálfa, undirbúning hennar og atkvæðagreiðslu utan kjörstaða og á kjörstað gilda lög um kosningar til alþingis nr. 24 frá 2000.

Einungis íslenskir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili í útlöndum skemur en 8 ár frá 1. desember 2012 og eru þ.a.l. á kjörskrá geta kosið í komandi kosningum. Þeir sem hafa átt lögheimili í útlöndum lengur en í 8 ár þurftu (sjá tilkynningu sendiráðsins frá 21.11.2012) að sækja um að vera teknir á kjörskrá fyrir 1. desember 2012 til þess að öðlast kosningarétt fyrir kosningar til Alþingis 2013.

Kjósandi sem greiða vill atkvæði utan kjörfundar skal gera kjörstjóra grein fyrir sér með því að framvísa skilríkjum svo sem nafnskírteini eða vegabréfi.  Að lokinni kosningu skal senda umslag áritað til sýslumanns eða kjörstjórnar í því umdæmi þar sem kjósandi telur sig standa á kjörskrá og kjósendur skulu sjálfir annast og kosta sendingu atkvæðis síns til Íslands.

Hægt er að kjósa í sendiráðinu virka daga 09:30-16:00

Vakin er athygli á því að sökum þess að sendiráðið stendur öllu jöfnu innan afmarkaðs öryggissvæðis lögreglu þegar fara fram leiðtogafundir ESB er ekki hægt að tryggja að utanaðkomandi hljóti aðgang að svæðinu til að koma í sendiráðið þá daga sem slíkir fundir fara fram.  Kjósendum er bent á að fylgjast með tilkynningum á heimasíðu sendiráðsins þar að lútandi.

Upplýsingar um kjörræðismenn má finna á vef sendiráðsins:

http://www.iceland.is/iceland-abroad/be/islenska/sendiradid/raedismenn/

Upplýsingar um kosningarnar má finna á vef innanríkisráðuneytisins:

http://www.kosning.is/althingiskosningar/

Video Gallery

View more videos