Áfram hæsta viðbúnaðarstig í Brussel vegna hryðjaverkaógnar

Kl. 19.28 - Stjórnvöld í Belgíu hafa ákveðið að viðbúnaðarstigi 4 í Brussel og 3 annars staðar í Belgíu verði framhaldið til mánudagsins 30. nóvember nk. nema annað verði tekið fram. Neðanjarðarlestir (Metró) gengur ekki á morgun, þriðjudaginn 24. nóvember og skólar verða lokaðir. Stefnt er að því að skólar opni á miðvikudag og að neðanjarðalestir byrji að ganga.

Fyrri upplýsingar vegna viðbúnaðarstigsins eiga enn við og fólk er hvatt til þess að sýna varkárni og fylgjast vel með fjölmiðlum og tilkynningum yfirvalda.

Video Gallery

View more videos