Aðalfundur Íslandsfélagsins í Belgíu

Frá Íslandsfélaginu í Belgíu

Aðalfundur Íslandsfélagsins í Belgíu verður haldinn föstudaginn 2. mars 2012 í húsakynnum EFTA, fundarsal 2 á 1. hæð, Rue Joseph II, 12-16, B-1000 Brussel, og hefst kl. 17.00. Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:

1. Skýrsla stjórnar

2. Skýrsla skólanefndar Íslenska skólans

3. Samþykkt reikninga félags og skóla

4. Kosning formanns

5. Kosning annarra stjórnarmanna og tveggja endurskoðenda

6. Ákvörðun félagsgjalda

7. Önnur mál

Núverandi stjórn er skipuð eftirtöldum: Jónas Jóhannsson (formaður), Hrappur Magnússon (varaformaður), Dís Sigurgeirsdóttir (gjaldkeri), Steinunn Pálsdóttir (skólanefndarfullrúi), Ragnhildur I. Guðbjartsdóttir og Eiríkur Þorvarðarson. Vakin er athygli á því að fjórir af sex stjórnarmönnum (Dís, Steinunn, Ragnhildur og Eiríkur) munu ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Er því auglýst eftir áhugasömum einstaklingum til stjórnarsetu 2012-2013 og þeir beðnir að hafa samband við formann hið fyrsta, gegnum iramod@yahoo.com eða islandsfelag@gmail.com.

Stjórnin hvetur alla félagsmenn, verðandi félagsmenn og aðra, til að mæta á fundinn og láta í sér heyra. Boðið verður upp á “léttar veitingar” að fundi loknum.

Samkvæmt 8. gr. laga Íslandsfélagsins skulu tillögur að lagabreytingum berast formanni eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Lög félagsins má nálgast á heimasíðu okkar, islandsfelag.com.

 

Video Gallery

View more videos