A cappella kvartettinn OLGA á tónleikum til styrktar Association Femmes d‘Europe

Þórir Ibsen sendiherra Íslands í Belgíu og eiginkona hans Dominique A. Ibsen buðu til góðgerðartónleika í sendiherrabústað Íslands í Brussel þann 07.03 sl.  Tónleikarnir voru til styrktar Association Femmes d‘Europe og voru skipulagðir af EFTA hóp samtakana.  Á tónleikunum kom fram a capella kvartettinn OLGA og á efniskránni voru þjóðlög frá Íslandi, Englandi, Þýskalandi og Rússlandi.  Meðlimir kvartettsins sem allir stunda nám við Tónlistarháskólann í Utrecht eru  Bjarni Guðmundsson (tenór), Haraldur Sv. Eyjólfsson (barítón), Pétur Oddberrgur Heimisson (Bassabarítón) og Philip Barkhudarov (bassi).

70 gestir voru viðstaddir tónleikana og móttöku sem fylgdi í kjölfarið  Allur ágóði af tónleikunum rennur óskiptur til Association Femmes d‘Europe en starf samtakana snýr að fjársöfnun til styrktar mannúðarverkefna sem ekki njóta stuðnings opinbera aðila.  Samtökin leggja megináherslu á verkefni sem lúta að velferð kvenna og barna.

Frekari upplýsingar:

http://www.assocfemmesdeurope.org/

Video Gallery

View more videos