Ökuskírteini

Sá sem hefur fasta búsetu erlendis og glatar íslensku ökuskírteini sínu getur ekki lengur sótt um endurútgáfu þess. Föst búseta miðast við að viðkomandi búi a.m.k. 185 daga erlendis á hverju almanaksári.  Undanskildir eru aðilar sem dvelja erlendis vegna tímabundinna verkefna eða náms (12. gr. tilsk. nr. 2006/126/EBE).  Íslendingar með fasta búsetu erlendis verða því að sækja um nýtt ökuskírteini í því landi sem þeir teljast hafa fasta búsetu. 

Íslensk ökuskírteini eru gild í Belgíu en þeir sem hafa fasta búsetu lengur en tvö ár ber skylda til að sækja um belgískt ökuskírteini. Sótt er um belgískt ökuskírteini á skráningarskrifstofum þess sveitarfélags þar sem viðkomandi er skráður til heimilis.  Ef bifreið er flutt til landsins verður að skrá hana hjá viðkomandi eftirlitsaðila, DIV.

http://www.belgium.be/fr/mobilite/permis_de_conduire/obtenir_un_nouveau_permis/

http://www.belgium.be/en/mobility/vehicle_registration_service/

Video Gallery

View more videos