Aðstoð við Íslendinga

Sendiráðið hefur það hlutverk að aðstoða íslendinga í umdæmisríkjum þess.  Sendiráðið annast framkvæmd vegna utankjörstaðaatkvæðagreiðslna, getur annast framlengingu á gildistíma vegabréfa, útgáfu neyðarvegabréfa og móttekið umsóknir um endurnýjun ökuskírteina svo eitthvað sé nefnt.

Sé þörf á frekari upplýsingum um aðstoð við íslendinga erlendis er bent á vef borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins en í neyðartilfellum má ná í starsmann borgaraþjónust í síma 00 354 545 9900

Fyrir þá sem huga að flutningum til Belgíu má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar undirsíðunni „Búferlaflutningar“ hér til hliðar en allar upplýsingar sem koma þar fram má finna á opinberri vefgátt landsins http://www.belgium.be/en/ . Þar má nálgast upplýsingar á frönsku, flæmsku, þýsku og ensku.  Einnig bendir sendiráðið á vefinn  www.coming2belgium.be en þar má m.a. finna upplýsingar um réttindi, skilmála og kröfur vegna flutninga til landsins.

Video Gallery

View more videos