Tónlistartengsl Austurríkis og Íslands - Musikalische Verbindungen zwischen Österreich und Island

Tónleikar Rannveigu Fríðu Bragadóttur í Vínarborg -

Tónlistartengsl Austurríkis og Íslands

Þriðjudaginn 11. október s.l. voru haldnir ljóðatónleikar í tónleikasal Klaviergalerie Wendl & Jung í Vínarborg þar sem Rannveig Fríða Bragadóttir, sópran, söng lög eftir Pál Pampichler Pálsson, Victor Urbancic, Franz Mixa og Helmut Neumann sem allir er Austurríkismenn og lagt hafa fram veigamikinn skerf til tónlistar á Íslandi, þ.á m. merkt uppbyggingarstarf frá 1930 fram til dagsins í dag, en Páll Pampichler Pálsson er eins og kunnugt er íslenskur ríkisborgari. Jafnframt söng hún lög eftir Sigfús Einarsson, Jón Ásgeirsson, Jórunni Viðar og Jón Þórarinsson. Undirleik annaðist Julia Tinhof. Flytjendum var mjög vel tekið en tónleikana sóttu um 150 manns. Meðal áheyranda var Páll Pampichler Pálsson, sem búsettur er í borginni Graz í Austurríki.

Hugmyndina að tónleikum þessum átti Rannveig Fríða Bragadóttir, sem búsett er í Vínarborg og kynnt hefur sér tónlistarsögu Íslands m.a. með tilliti til tengslanna við Austurríki. Þess má geta að dr.Urbancic stóð að og stjórnaði frumflutningi margra helstu þekktra óratoríuverka á Íslandi. Þá skrifaði, eftir því sem næst verður komist, dr. Mixa fyrstu íslensku óperuna -Fjallaeyvind en hann og dr. Urbancic lögðu grunninn að stofnun og uppbyggingu sinfóníuhljómsveitar Íslands.  Auk Rannveigar Fríðu Bragadóttur átti Helmut Neumann, tónskáld, heiðurinn að undirbúningi tónleikanna og nutu þau aðstoðar sendiráðs Íslands í Vínarborg við undirbúning og kynningu auk veitinga í móttöku sem haldin var eftir tónleikana. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu sendiráðsins í Vínarborg.

 

 

Isländischer Liederabend mit Rannveig Bragadottir in Wien -

Musikalische Verbindungen zwischen Österreich und Island

 

Am Dienstag, den 11. Oktober 2005, fand in der Klaviergalerie Wendl & Lung in 7.  Wiener Gemeindebezirk ein isländischer Liederabend statt. Die isländische Mezzosopranistin Rannveig Bragadottir sang Lieder der österreichisch-isländischen Komponisten Páll Palmpichler, Victor Urbancic, Franz Mixa und Helmut Neumann, die von 1930 bis heute einen wichtigen Beitrag zum Aufbau der Musikgeschichte Islands beitrugen. Außerdem wurde eine Auswahl an Liedern von isländischen Komponisten von Frau Bragadottir unter der Klavierbegleitung von Frau Julia Tinhof vorgetragen. Unter den Zuhörern befand sich auch der in Graz lebende isländische Komponist Páll Pampichler Pálsson. Die Idee für diesen musikalischen Abend hatte die Mezzosopranistin selbst, die seit vielen Jahren in Wien lebt und sich intensiv mit der Musikgeschichte Islands, insbesondere mit den musikalischen Verbindungen zwischen Österreich und Island, auseinandergesetzt hat. Dr. Mixa, Komponist der ersten isländischen Oper “Fjallaeyvindur”,  und Dr. Urbancic, Dirigent der Erstaufführungen vieler bekannter Oratorien  in Island, legten den Grundstein für die Gründung und den Aufbau des isländischen Sinfonieorchesters. Vorbereitet wurde der gelungene Liederabend von Frau Rannveig Bragadottir und Herrn Prof. Helmut Neumann mit Unterstützung der Botschaft von Island in Wien.Video Gallery

View more videos