Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninga til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010 hefst í Sendiráði Íslands í Vín á miðvikudaginn, 10. nóvember 2010

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á erlendri grundu vegna kosninga til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010 hefst í Sendiráði Íslands í Vínarborg miðvikudaginn, 10. nóvember nk.

Hægt er að kjósa í sendiráðinu mánudaga til föstudaga frá kl. 9 til 16 fram að kjördegi.

Gert er ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru framboðendur á vesetrinu www.kosning.is, þar sem eru líka að finna hagnýtar upplýsingar um kosningarnar. Æskilegt væri að kjósendur séu búnir að velja frambjóðenda áður en komnir á kjörstað og skrá hjá sér númer þess á blað til að færa síðan inn á kjörseðil.

Athygli kjósenda er ennfremur vakin á því, að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi.Video Gallery

View more videos