Utankjörfundaratkvæðagreiðsla um gildi laga um Icesave samninginn 9. apríl 2011 hefst í Sendiráði Íslands í Vín á miðvikudaginn, 16. mars 2011

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á erlendri grundu um gildi laga um Icesave samninginn 9. apríl 2011 hefst í Sendiráði Íslands í Vínarborg miðvikudaginn, 16. mars nk. Vinsamlegast framvísið íslensku vegabréfi eða íslensku ökuskírteini sem skilríki.

Hægt er að kjósa í sendiráðinu mánudaga til föstudaga frá kl. 9 til 16 fram að kjördegi.

Einnig er hægt að kjósa hjá kjörræðismönnum Íslands í Austurríki og umdæmislöndum sendiráðsins.

Kjósendur finna hagnýtar upplýsingar á vesetrinu www.kosning.is

Athygli kjósenda er ennfremur vakin á því, að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi.Video Gallery

View more videos