Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga 28. október 2017 hafin í sendiráði Íslands í Vínarborg 20. september 2017

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á erlendri grundu vegna alþingiskosninga 28. október 2017 hafin í sendiráði Íslands í Vínarborg 20. september 2017.

Hægt er að kjósa í sendiráðinu mánudaga til föstudaga frá kl. 9-12 og 13-16 fram að kjördegi. Vinsamlegast ekki gleyma að koma með vegabréf.

ATH: vikurnar 9.-13. október og 16.-20. október og 27. október eftir samkomulagi.

26. október er þjóðhátiðardagur Austurríkis og verður sendiráðið lokað þann dag.

Gert er ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru framboðendur á vefsetrinu http://www.kosning.is/althingiskosningar-2017/ þar sem einnig er að finna hagnýtar upplýsingar um kosningarnar. 

Athygli kjósenda er ennfremur vakin á því, að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi.

Video Gallery

View more videos