Styrkir Snorra Sturlusonar

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum annast styrki Snorra Sturlusonar. Styrkirnir eru veittir erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum (ekki háskólastúdentum) á sviði mannvísinda til að dveljast á Íslandi í 3 mánuði hið minnsta í því skyni að kynnast sem best íslenskri tungu, menningu og mannlífi.

Árið 2013 hlaut ungverski rithöfundurinn, þýðandinn og bókmenntaritstjórinn Mátyás Dunajcsik Styrk Snorra Sturlusonar til að kynna sér íslenska bókaútgáfu, miðla íslenskum samtímabókmenntum til Ungverja og stunda ritstörf. Annar Ungverji, höfundurinn og þýðandinn Imreh András, hlaut styrkinn árið 2010 til að vinna að þýðingu á íslenskum skáldskap á ungversku. Árið 1997 hlaut Dr. Helena Kadecková, háskólakennari í Prag, styrkinn til að skrifa bók um íslenska miðaldarsögu og -menningu fyrir tékkneskan útgefanda.

Nánari upplýsingar um Styrk Snorra Sturlusonar má finna hér: http://www.arnastofnun.is/page/styrkir_snorra_sturlusonar

Video Gallery

View more videos