Sögueyjan Ísland á bókasýningunni í Frankfurt 2011

Sögueyjan Ísland mun fyrst Norðurlanda verða heiðursgestur á bókasýningunni í Frankfurt árið 2011. Í því tilefni hefur verið opnaður nýr og glæsilegur vefur tileinkaður íslenskum bókmenntum sem verða í fararbroddi á þessari stærstu bókasýningu í heimi. Vefurinn er sérlega glæsilegur og fræðandi sem gerir íslenskri bókamenningu, menningu og listum góð skil á þremur tungumálum, íslensku, þýsku og ensku.

Íslenskar nútímabókmenntir hafa styrkst mjög í sessi á þýskumælandi markaðnum undanfarin ár og með þátttökunni er stefnt að því að koma útbreiðslu íslenskra bókmennta á nýtt stig.  Þýski markaðurinn hefur reynst Íslandi, eins og hinum Norðurlöndunum, gátt til annarra landa, bæði suður á bóginn í Evrópu, en líka til Asíu og til hins enskumælandi heims.  Framlag heiðursgestsins á bókasýningunni í Frankfurt  fer ekki framhjá málsmetandi fólki í bókaútgáfu heimsins.

Við hvetjum áhugasama til að kynna sér vefinn og ekki síst bókasýninguna í Frankfurt árið 2011 á slóðinni: http://www.sagenhaftes-island.is/Video Gallery

View more videos