Norræn kvikmyndahátið í Urania í Vín, 5.-11. maí 2011

Likt og undanfarin ár verður haldin norræn kvikmyndahátið í Urania í Vín í samvinnu við sendiráð Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar. Hátiðin er nú haldin í 18. skipti undir yfirskriftinni "Der Norden - voll krank!" eða "Norðrið - allt brjálað!". Í annað skipti taka líka öll baltnesk sendiráð í Vín – Estland, Lettland og Litáen – þátt í kvikmyndahátiðinni. Unnendur norræna kvikmynda geta notið góðs úrvals kvikmynda frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð, en 18 kvikmyndir verða sýndar á hátiðinni í ár. Í fyrsta skipti verða líka sýnt barnamyndir helgina 7./8. maí. Allar kvikmyndirnar verða sýndar á frummálinu með enskum eða þýskum texta og er miðaverð 6,- evrur.

Íslensku kvikmyndirnar sem sýndar verða eru eftirfarandi:

Algjör Sveppi og leiti að Villa (barnamynd)

Laugardaginn, 7. maí, kl. 17 (2009, leikstjóri: Bragi Thór Hinriksson, frummynd með enskum texta, 78 min.)

Bjarnfreðarson

Þríðjudaginn, 10. maí, kl. 19 (2009, leikstjóri: Ragnar Bragason, frummynd með þýskum texta, 105 min.)

Sveitabrúðkaup

Miðvikudaginn, 11. maí, kl. 19 (2008, leikstjóri: Valdís Óskarsdóttir, frummynd með enskum texta, 95 min.)

Nánari upplýsingar má finna á vefsloð Urania: http://www.vhs.at/urania
Video Gallery

View more videos