Norræn kvikmyndahátið í Urania í Vín, 15.-22. apríl 2010

Likt og undanfarin ár verður haldin norræn kvikmyndahátið í Urania í Vín í samvinnu við sendiráð Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar. Hátiðin er nú haldin í 17. skipti undir yfirskriftinni "Bewegter Norden " eða "Hreyfanlega norðrið". Hreyfing er líka að finna í dagsskránni. Í fyrsta skipti taka líka öll baltnesk sendiráð í Vín – Estland, Lettland og Litáen – þátt í kvikmyndahátiðinni. Á þessu ári verður auk þess hægt að fá sér kvikmyndamorgunverð í Bar Urania. Unnendur norræna kvikmynda geta notið góðs úrvals kvikmynda frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð, en 19 kvikmyndir verða sýndar á hátiðinni í ár. Allar kvikmyndirnar verða sýndar á frummálinu með enskum eða þýskum texta og er miðaverð 6,- evrur.

Íslensku kvikmyndirnar sem sýndar verða eru eftirfarandi:

Stóra planið

Sunnudaginn, 18. apríl, kl. 19 (2008, leikstjóri: Ólaf de Fleur Jóhannesson, frummynd með enskum texta, 90 min.)

Astrópía

Miðvikudaginn, 21. apríl, kl. 21 (2007, leikstjóri: Gunnar B. Guðmundsson, frummynd með enskum texta, 90 min.)

Nánari upplýsingar má finna á vefsloð Urania: http://www.urania.vhs.atVideo Gallery

View more videos