Nordiale / Norræn & baltnesk kvikmyndavika haldin í Urania í Vín, 10. -16. maí 2017

Nordiale / Norræn & baltnesk kvikmyndavika haldin í Urania í Vín, 10. -16. maí 2017

Líkt og undanfarin ár, verður haldin norræn kvikmyndavika í Urania í Vín í samvinnu við sendiráð Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháen, Noregs og Svíþjóðar. Hátíðin í ár er haldin undir yfirskriftinni "Nordische Gefühle eða Norrænar tilfinningar". Unnendur norrænna og baltneskra kvikmynda geta notið góðs úrvals kvikmynda frá norrænum og baltneskum löndum.

Tvær eftirfarandi íslenskar kvikmyndir og tvær íslenkar stuttmyndir verða sýndar:

Þrestir. Sýnd föstudaginn, 13. maí, kl. 21.00 (2015, leikstjóri: Rúnar Rúnarsson, frummynd með enskum texta, 99 mín.)

Helga og Grýla. Sýndar mánudaginn, 15. maí, kl. 19.45 og kl. 20.30 (2016, leikstjóri Helgu: Tinna Hrafnsdóttur, frummynd með enskum texta, 12 mín. / leikstjóri Grýlu: Tómas H. Jóhannesson, frummynd með enskum texta, 6 mín.)

Reykjavík. Sýnd þriðjudaginn 16. maí, kl. 16.30 (2016, leikstjóri: Ágrímur Sverrisson, frummynd með enskum texta, 92 mín.)

Allar kvikmyndirnar verða sýndar á frummálinu með enskum eða þýskum texta og er miðaverð 6,- evrur.

Aukadagsskrá:

NÝTT: Norrænn baltneskur menningarsunnudagur, 14. maí, kl. 11.00, Dachsaal. Fyrir Íslands hönd mun íslenski listamaðurinn Guðni Harðarson sýna verkin sín, http://www.hardarson.com/  Aðgangur ókeypis.

Pallborðsumræða um þema "Nordische Gefühle eða Norrænar tilfinningar" þriðjudaginn, 16. maí, kl. 18.30. Eleonore Guðmundsson, íslenskulektor við Vinarháskóla mun stýra pallborðsumræðuna og Helga Finnbogadóttir mun taka þátt fyrir Íslands hönd. Aðgangur ókeypis, þarf að skrá sig!

Nánari upplýsingar um kvikmyndavikuna má finna á vefslóð Urania:                                         http://www.vhs.at/1-vhs-wiener-urania

Video Gallery

View more videos