Listasýning "Höhenrausch.2 - Bridges in the Sky" í OK Centrum Linz, 12. maí-16. október 2011, meðal annara listaverkin Rúrí sýnt

Meðal annara listamanna tekur Rúrí þátt. Hún er þekkt fyrir útilistaverk eins og Regnbogann við flugstöðina í Keflavík og Fyssu í Grasagarðinum í Reykjavík, einnig innsetningar eins og Glerregn sem sýnt var vorið 2001 í Listasafni Íslands og PARADÍS? - Hvenær? sem sýnt var á Kjarvalsstöðum fyrir nokkrum árum.
Verk hennar eru hugmyndafræðilegs eðlis, en eru sett fram með margvíslegri tækni, svo sem skúlptúr, innsetningar, margmiðlunarverk, gjörningar, bókverk, kvikmyndir, video, hljóðverk, blönduð tækni tölvuvædd og gagnvirk verk.
Listaverk hennar hafa verið sýnd á alþjóðlegum vettvangi, m. a. víða í Evrópu, í Ameríku og Asíu. Hún var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2003 þar sem verk hennar vakti mjög mikla athygli og hlaut mikla umfjöllun á alþjóðlegum vettvangi.

Opnunartímar: mán-fös: kl. 12-22 / lau+sun: kl. 10-22

Nánari upplýsingar á http://www.ok-centrum.atVideo Gallery

View more videos