Ísland tekur við formennsku í samningnum um opna lofthelgi

Ísland tók við formennsku í samráðsnefnd samningins um opna lofthelgi (e. Open Skies Treaty) 2. september. Aðild að samningnum eiga alls 34 ríki, þ. á m. Bandaríkin, Kanada, Rússland og fjölmörg Evrópuríki. Markmið samningsins sem tók gildi árið 2002 er að auka traust og skilning á sviði öryggismála með því að heimila eftirlit úr lofti með hergögnum og -mannvirkjum í aðildarríkjunum. Sérstök samráðsnefnd sér um framkvæmd samningsins og skiptast aðildarríkin á að veita henni formennsku til 4 mánaða í senn. 

Formennskutímabil Íslands er frá 2. september til 8. janúar 2014. Fundir í samráðsnefndinni fara fram í höfuðstöðvum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) og á tímabilinu mun fastanefnd Ísland í Vín stýra a.m.k fjórum formlegum fundum í samráðsnefndinni. Auk þess er gert ráð fyrir fjölda óformlegra funda til að tryggja skilvirka framkvæmd samningsins. Í ágústlok var greint frá því að alls hafa 1.000 eftirlitsflugferðir verið farnar frá gildistöku samningsins.

Nánar má lesa um samráðsnefnd samningsins um opna lofthelgi hér og almennar upplýsingar um samninginn eru hér.

Video Gallery

View more videos