Forstjóri Geislavarna ríkisins stýrir alþjóðlegri ráðstefnu í Vín

Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins og fulltrúi Íslands í tæknilegri samvinnu á vettvangi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA), mun stýra stórri alþjóðlegri ráðstefnu sérfræðinga um geislavarnir eftir kjarnorkuslysið í Fukushima í Japan, sem fram fer í Vín 17.-21. febrúar 2014.

Á ráðstefnunni, sem ber enska heitið "International Experts' Meeting on Radiation Protection after the Fukushima Daiichi Accident", munu sérfræðingar frá aðildarríkjum IAEA fjalla um hvaða lærdóm má draga af Fukushima, hvernig bæta má viðbrögð við slíku slysi og hvernig vinna beri úr langtímaáhrifum kjarnorkuslysa. Ráðstefnan tengist framkvæmdaáætlun IAEA um bætt kjarnorkuöryggi sem samþykkt var á ársfundi stofnunarinnar í september 2011.

Þess má geta að mælitæki á Íslandi, sem Geislavarnir ríkisins reka skv. samningi við CTBTO, voru þau fyrstu í Evrópu sem námu geislavirk efni í andrúmsloftinu eftir Fukushima slysið.

http://www-ns.iaea.org/home/rw/news.asp#IEMVI

 

 

 

Video Gallery

View more videos