Donau Festival 2010 - failed revolutions í Krems daganna 28. apríl til 8. maí 2010

Ísland og íslensk menning verður í brennidepli á Donau festival 2010 í Krems sem er um í 60 km fjarlægð frá Vín, og fer fram daganna 28. apríl til 8. maí nk. Áherslan er á íslenska tónlist og menningu undir formerkjunum Iceland hits Danube en dagskráin er afar fjölbreytt og munu þónokkrir íslenskir listamenn afhjúpa verk sín og gjörninga. Margir gætu kannast við þau Snorra Ásmundsson, Hildi Guðnadóttir og Bj Nilsen auk Magnús Árnasonar sem öll munu sýna á hátíðinni í ár.

Íslenskt tónlist er einnig áberandi og af nógu er að taka eins og t.d. múm, Stilluppsteypa, Ghostigital og Finnbogi Pétursson, Gunnhildur Hauksdóttir og Jóhann Eiríksson, Krían Brekkan, Húbert Nói ásamt Howie B, Reptilicus og ásamt fjölmörgum öðrum.  Meðal erlendra gesta verða hinir kanadísku Wolfparade auk Peaches, Tindersticks og Dinosaur Jr. rétt til að nefna nokkra. 

Frekari upplýsingar um íslensku dagskrána á Donau festival og hátíðina sjálfa má finna hér:

http://www.donaufestival.at/festival/iceland-hits-danubeVideo Gallery

View more videos