24.10.2013

Framvinda markaðsátaksins Ísland - allt árið

Nú er vetrarherferð Ísland – allt árið Share the Secret komin vel af stað og birtingar á hefðbundnum auglýsinum byrjaðar á erlendum mörkuðum. Áhrifstölur er hægt að skoða hér þar sem farið er yfir tölur varðandi vef Inspired by Iceland, samfélagsmiðla, umfjallanir í erlendum miðlum ásamt því að hægt er að skoða sýnishorn af þeim auglýsingum sem eru í birtingum á erlendum mörkuðum.

 

19.09.2013

Inspired by Iceland markaðsherferðin vinnur hin virtu Euro Effie auglýsingaverðlaun

Inspired by Iceland markaðsherferðin hlaut í gærkvöldi hin virtu Euro Effie verðlaun í flokknum afþreying og skemmtun fyrir heimboð Íslendinga við hátíðlega athöfn í Brussel. Þetta er í annað skipti sem Inspired by Iceland hlýtur Euro Effie verðlaun, en herferðin hlaut aðalverðlaun í keppninni árið 2011 fyrir bestu notkun samfélagsmiðla, en það sama ár hlaut Inspired by Iceland einnig Grand Prix verðlaunin fyrir herferð ársins.

Effie verðlaunin eru virtustu og eftirsóttustu fagverðlaun sem veitt eru í auglýsingageiranum, en það eru Samtök evrópskra auglýsingastofa (EACA) sem standa að veitingu Effie verðlaunanna. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1954. Auk Inspired by Iceland kepptu auglýsingaherferðir fyrir mörg af þekktustu vörumerkjum heims um Euro Effie verðlaunin. Þar á meðal má nefna Volkswagen, Audi og Hyundai.

Íslandsstofa er framkvæmdaraðili Inspired by Iceland, en það voru Íslenska auglýsingastofan og The Brooklyn Brothers í London sem unnu vetrarherferðina.

Um Ísland allt árið
Í byrjun árs 2011 var efnt til samstarfsverkefnisins „Ísland – allt árið“ til að auka fjölda ferðamanna utan háannar í ferðaþjónustu og skapa þannig ný störf og auka arðsemi af greininni. Verkefnið byggir á samstarfi opinberra aðila, einkaaðila og sveitarstjórna, en unnið er með vörumerkið Inspired by Iceland. Íslandsstofa annast framkvæmd verkefnisins, sem er undir stjórn iðnaðarráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Icelandair, Reykjavíkurborgar, Samtaka ferðaþjónustunnar, Ráðstefnuborgin Reykjavík, Isavia, Samtaka verslunar og þjónustu og Landsbankans.  Um 100 fyrirtæki  eru þátttakendur  í verkefninu​. ​

19.06.2013

Inspired by Iceland hlýtur verðlaun á Cannes Lion 2013

Inspired by Iceland var verðlaunað í tvígang þegar hin virtu Cannes Lion auglýsingaverðlaun voru veitt í 60. skipti í Frakklandi á sunnudag. Herferðin fékk tvenn bronsverðlaun fyrir notkun almannatengsla í vetrarátaki Inspired by Iceland þar sem ferðamenn voru beðnir um að stinga upp á lýsandi nafni fyrir Ísland í samræmi við upplifun sína af landinu.

Inspired by Iceland hlaut verðlaun í  flokkunum ferðaþjónusta og afþreying annars vegar, og alþjóðleg almannatengslaherferð hins vegar. Cannes Lions verðlaunin eru ein þau stærstu sem veitt eru í auglýsingaheiminum og hafa verið frá því til þeirra var stofnað árið 1954. Alls voru 34.300 tillögur sendar inn til dómnefndar.

Íslandsstofa er framkvæmdaraðili Inspired by Iceland, en það voru Íslenska auglýsingastofan og Brooklyn Brothers í Bretlandi sem unnu vetrarherferðina.

Um Ísland allt árið

Í byrjun árs 2011 var efnt til samstarfsverkefnisins „Ísland – Allt árið“ til að auka fjölda ferðamanna utan háannar í ferðaþjónustu og skapa þannig ný störf og auka arðsemi af greininni. Verkefnið byggir á samstarfi opinberra aðila, einkaaðila og sveitarstjórna, en unnið er með vörumerkið Inspired by Iceland.slandsstofa annast framkvæmd verkefnisins, sem er undir stjórn iðnaðarráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Icelandair, Reykjavíkurborgar, Samtaka ferðaþjónustunnar, Ráðstefnuborgin Reykjavík, ISAVIA, Samtaka verslunar og þjónustu og Landsbankans.  Um 100 fyrirtæki  eru þátttakendur  í verkefninu​. ​

26. apríl 2013

Kjóstu um bestu tillöguna að lýsandi nafni á Íslandi - Inspired by Iceland

Sunnudaginn 21. apríl s.l. var opnuð ljósmyndasýning á Austurvelli þar sem sýndar eru 20 vinsælustu tillögurnar í nafnasamkeppni vetrarherferðar Inspired by Iceland. Herferðin hófst í ágúst 2012 og var erlendum ferðamönnum og vinum Inspired by Iceland gert kleift að senda inn tillögur að því hvað Ísland ætti að heita ef það væri að gefa landinu nafn miðað við kynni sín af landinu og voru þeir spurðir spurningarinnar „What does Iceland mean to you….“. Meðal þeirra nafna sem stungið hefur verið upp á eru: Iceland is my Wonderland, Iceland is my Lavaland, Iceland is my Aliveland, Iceland is my Amazeland og Iceland is my Uniqueland. 

Jón Gnarr Borgarstjóri opnaði sýninguna og kynnti jafnframt tvær vinsælustu tillögurnar sem keppa um sigurinn Iceland is my Let´s get lost land og Iceland is my Isle of Awe land.

Á vef Inspired by Iceland er nú hægt að sjá tvö myndbönd sem framleidd hafa verið fyrir hvort nafnið fyrir sig. Tveir erlendir leikstjórar voru fengnir til að túlka nöfnin tvö á sinn hátt í þessum myndböndum.  Þessir leikstjórar eru: Abteen Bagheri og Rollo Jackson, en þeir koma frá Bandaríkjunum og Bretlandi.

Við hvetjum alla til þess að kíkja inn á vef Inspired by Iceland og kjósa um bestu tillöguna ásamt því að skoða ljósmyndasýninguna á Austurvelli.

Með kveðju

Ísland – allt árið teymið

10. apríl 2013

Ísland - allt árið; Upplýsinga- og vinnufundur

 

Mánudaginn 8. apríl s.l. stóð Íslandsstofa fyrir upplýsinga- og vinnufundi fyrir þátttakendur í Ísland - allt árið.  Yfir 70 manns sóttu fundinn og kynntu sér þær markaðsaðgerðir sem framkvæmdar hafa verið í verkefninu veturinn 2012 - 2013.  Fulltrúar frá Landsbjörgu og Ráðstefnuborgin Reykjavík voru einnig með kynningar ásamt aðilum frá The Brooklyn Brothers í Bretlandi og MEC frá Danmörku. The Brooklyn Brothers eru samstarfsaðilar Ísland - allt árið varðandi almannatengsl og vinnu við samfélagsmiðla og mótun stefnu, en MEC er samstarfsaðili varðandi birtingar auglýsinga á erlendum mörkuðum.

Kynningar frá fundinum má finna hér að neðan:

 

Fyrri hluti fundarins var öllum opinn. Eftir kaffihlé hófst svo vinnufundur sem var ætlaður þeim fyrirtækjum sem eru þátttakendur í verkefninu Ísland - allt árið. Þar var unnið í hópavinnu við að skoða þá markaðsþætti sem unnið hefur verið og hvaða þætti ætti að leggja áherslu á í verkefninu áfram.  Niðurstöður frá þeirri vinnu verða notaðar við mótun vetrarherferðar fyrir veturinn 2013 - 2014 sem hefst á næstu vikum.

 

 

27. mars 2013

Ísland – Allt árið;

Upplýsinga- og vinnufundur mánudaginn 8. apríl n.k.

Mánudaginn 8. apríl n.k. efnir Íslandsstofa til upplýsinga- og vinnufundar vegna markaðsverkefnisins Ísland – allt árið. 

 

Fundurinn sem haldinn er á Hilton Reykjavík Nordica er tvískiptur; Annars vegar er um upplýsingafund frá kl. 08:30 – 10:15 að ræða og hins vegar vinnufund fyrir þau fyrirtæki sem eru þátttakendur í Ísland – allt árið frá kl. 10:30 – 13:00.  Upplýsingafundurinn er opinn öllum.

 

Dagskrá:

 

 

Kl. 08:30 Einar Karl Haraldsson, formaður stjórnar Ísland – allt árið opnar fundinn

 

Safe Travel og Ísland – allt árið; Upplýsingagjöf til ferðamanna.

Jónas Guðmundsson verkefnisstjóri slysavarna ferðamanna hjá Landsbjörgu

 

Ísland – allt árið og Ráðtefnuborgin Reykjavík.

Þorsteinn Örn Guðmundsson framkvæmdastjóri.

 

Ísland – allt árið; Vetrarherferð 2012 – 2013

 • Ísland – allt árið; Tilgangur og Markmið. Guðrún Birna Jörgensen, verkefnisstjóri Ísland – allt árið, Íslandsstofu
 • Íslenska Auglýsingastofan og The Brooklyn Brothers kynna þær aðgerðir sem gerðar hafa verið í vetrarherferð Ísland – allt árið / Inspired by Iceland veturinn 2012 – 2013. Kristján Schram, Íslenska Auglýsingastofan & George Bryant, The Brooklyn Brothers
 • MEC Birtingahús kynnir niðurstöður birtinga á erlendum mörkuðum. Claus Friis Enggaard og Kim Andreasen

 

Kl. 10:15 Kaffihlé & lok upplýsingafundar

 

Kl. 10:30 Vinnufundur fyrir þátttakendur í Ísland – allt árið. Þátttakendur vinna saman að hugmyndum að markaðsáherslum í vetrarherferð 2013 – 2014. George Bryant frá The Brooklyn Brothers stýrir vinnufundinum.

 

 

Kl. 13:00 Samantekt og lok.

Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður markaðssóknar ferðaþjónustu og skapandi greina

 

 

Léttur hádegisverður

 

Áhugasamir skrái sig hér fyrir föstudaginn 5. apríl n.k.:

 • Upplýsingafundur er öllum opinn; skráning hér
 • Vinnufundur fyrir þátttakendur í Ísland – allt árið; skráning hér

 

 

Með kveðju

Ísland – allt árið teymið

7. febrúar 2013

Ísland – allt árið og Vegagerðin kynna nýtt upplýsingakerfi um færð á vegum allan ársins hring!

Ísland – allt árið, Íslandsstofa og SAF boða til kynningarfundar miðvikudaginn 20. febrúar 2013 á Hilton Reykjavík Nordica kl. 08:30 – 10:00.

Á fundinum munu fulltrúar frá Vegagerðinni kynna nýtt og öflugt upplýsingakerfi sem sýnir ástand og færð á vegakerfinu í rauntíma.

Nánar um upplýsingakerfið:

Á síðustu árum hefur Vegagerðin þróað öflugt upplýsingakerfi um veður og færð og ástand vega. Kerfið eins og það er í núverandi mynd hefur verið notað og gengið í gegnum þróunarferli í 13 ár og nota vegfarendur það í ríkum mæli svo og stjórnendur Vegagerðarinnar, en upplýsingakerfið er um leið hluti af stjórnkerfi vetrarþjónustunnar.

Með slíku kerfi hefur reynslan sýnt, að betri möguleikar eru á:

               - Yfirsýn um ástand og færð á vegakerfinu.

               - Markvissri ákvarðanatöku um þjónustu og aðgerðir á vegunum.

               - Umferðarvöktun og umferðarstýringu.

               - Fjölbreyttri og öflugri upplýsingagjöf til vegfarenda.

Með þessu getur ferðamaður fengið upplýsingar í rauntíma um ástand og færð á vegum á ferð sinni um landið allan ársins hring.

Dagskrá:

 •   Inngangur; Einar Karl Haraldsson formaður stjórnar Ísland – allt árið
 •   Nýtt upplýsingakerfi Vegagerðarinnar; Björn Ólafsson og Gunnar Linnet
 •   Lokaorð; Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF

Einnig verður streymt beint frá báðum fundunum. Eftirfarandi hlekkur vísa á streymið:

Fundur í Reykjavík: https://fundur.thekking.is/startcenter/Join.xhtml?sinr=718717897&sipw=nv64

Með kveðju

Ísland – allt árið teymið

 

 

 

11.10.2012

 

Efni frá kynningarfundi 10.október 2012

Kynningarfundur fyrir þátttakendur í Ísland - allt árið var haldinn 10. október á Grand hótel.  Kynningu frá fundinum má finna hér (PDF)

 

 

3. október 2012

Vetrarherferð Ísland – allt árið 2012 - 2013

Miðvikudaginn 10. október verður haldinn kynningarfundur á vetrarherferð Ísland – allt árið fyrir veturinn 2012 – 2013. Fundurinn verður frá kl. 13:00 – 15:00 á Grand hótel.

Á þessum sama fundi verður nýrri norðurljósaspá Veðurstofu Ísland sem unnið hefur verið að í sumar, frumkynnt á vef Veðurstofunnar.

Dagskrá fundarins er:

 • Norðurljósaspá Veðurstofu Íslands, Árni Snorrason veðurstofustjóri kynnir nýja norðurljósaspá og hlutverk hennar
 • Svandís Svavarsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra opnar nýjan vef Veðurstofu Íslands fyrir norðurljósaspá

 • Vetrarherferð Ísland – allt árið 2012 – 2013, Guðrún Birna Jörgensen verkefnisstjóri markaðssókn, Ísland – allt árið

 • Kynning á nýjum vef Inspired by Iceland og nýju snjallsímaforriti, Sveinn Birkir Björnsson verkefnisstjóri, markaðssókn, kynningar, vefir og samfélagsmiðlar.

 • Umræður og kaffiveitingar

   

Fundarstjóri er Einar Karl Haraldsson, formaður stjórnar Ísland – allt árið.

Vinsamlegast skráið þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið: islandsstofa@islandsstofa.is  fyrir kl. 12 þriðjudaginn 9. október.

Nánari upplýsingar um fundinn veitir Guðrún Birna Jörgensen, verkefnisstjóri, gudrunbirna@islandsstofa.is

 

Með kveðju

Ísland – allt árið teymið

13.09.2012

Ný vetrarherferð Ísland - allt árið / Inspired by Iceland

Í gær var keyrð af stað ný vetrarherferð fyrir Inspired by Iceland.

Herferðin ber nafnið „Iceland by another name“ og gengur út á það að fá erlenda ferðmenn sem hafa komið, eða eru á landinu til þess að gefa okkur þeirra tillögu af nafni landsins.

Óhætt er að segja að viðbrögðin hafi verið góð því við sjáum margar flottar tillögur nú þegar á vefnum og hvet ég ykkur til þess að skoða það sem er í gangi á vefnum núna.

Eins og stendur er herferðin í gangi á samfélagsmiðlum, í gegnum PR og á vefnum, og byrjuðum við á samfélagsmiðlum í ágúst með að biðja fólk að segja okkur „What does Iceland mean to you?“

Frá og með næstu viku hefjast svo hefðbundar birtingar í Noregi, Þýskalandi, Seattle og Danmörku.  Við munum einnig koma fyrir lítilli útgáfu af Eldhúsi í Leifsstöð á næstu dögum og gefst ferðamönnum sem eru að kveðja landið tækiðfæri á að senda inn þeirra hugmynd bæði í formi myndar sem og myndbands.

Í gær var send út fréttatilkynning á erlenda miðla og hefur hún vakið mikla athygli.  Hér má meðal annars sjá umfjöllun á Huffington Post: http://www.huffingtonpost.com/2012/09/12/iceland-asks-travelers-to-rename-the-island_n_1877538.html?utm_hp_ref=travel#slide=1510627

3. september 2012

NÝR VEFUR INSPIRED BY ICELAND

- eykur sýnileika þátttakenda

Nýr vefur hefur verið tekinn í notkun fyrir verkefnið Ísland - allt árið. Þátttakendum bjóðast nú aukin tækifæri til þess að koma upplýsingum um sína þjónustu á framfæri. Meira efni verður einnig aðgengilegt á forsíðu. Vefurinn lagar sig framvegis sjálfkrafa að skjástærð þess tækis sem hann er skoðaður í og mætir þörfum þeirra sem skoða netið í spjaldtölvum og farsímum. Hönnun vefsins var í höndum Íslensku auglýsingastofunnar, en TM Software hefur séð um forritunarvinnu og tæknilegar lausnir.Við gerð nýs vefs hefur verið reynt að ná fram þremur ólíkum markmiðum:

 • Breyta viðmóti vefsins og gera hann þannig úr garði að hægt sé að gera meira efni aðgengilegra af forsíðu. Mikið af efni hefur verið framleitt undir merkjum Inspired by Iceland, en fram að þessu hefur forsíðan einungis gert okkur kleift að hafa eitt einstakt myndband í fyrirrúmi. Nýr vefur mun hýsa mikið af efni á forsíðunni, og er vefurinn þess eðlis að ekki þarf að yfirgefa forsíðuna til að skoða það efni. Með þessu vonumst við til þess að lengja heimsóknartíma á síðunni og sýna gestum meira af því efni sem við eigum.

 • Laga vefinn að þeirri tækni sem nýtt er í dag og samræma hann þeim stöðlum sem teljast „best practice“ í vefsíðugerð í dag. Vefurinn er að hluta forritaður í HTML 5 forritunarmáli og reiðir sig ekki á Flash lausnir sem stór hluti farsíma og spjaldtölva styður ekki. Vefurinn aðlagar sig að skjástærð þess tækis sem hann er skoðaður í og birtist rétt, óháð stærð. Með þessu viljum við mæta þörfum þeirra fjölmörgu sem skoða netið í spjaldtölvum og farsímum.

 • Auka sýnileika þátttakenda og gera þeim kleift að kynna sig betur á vefnum. Upprunaleg síða Inspired by Iceland var ekki hönnuð með sýnileika þátttakenda í huga, og erfitt reyndist að breyta síðunni eftir á með breyttum áherslum við upphaf Ísland- allt árið. Með nýjum vef verður þáttakendum gert hærra undir höfði og bjóðast aukin tækifæri til að koma upplýsingum um sína þjónustu á framfæri.

Með nýjum vef standa vonir okkar til að hægt verði að nýta vefinn enn betur í þágu verkefnisins, hvort heldur um er að ræða umfjöllun um land og þjóð eða kynningu á þjónustuframboði þátttakenda.

 

Reykjavík, 3. september 2012

Ágæti þátttakandi í Ísland – allt árið

Á fundi stjórnar verkefnisins Ísland – allt árið, þann 17. ágúst síðastliðinn, var ákveðið að áfram yrði starfað í samræmi við þær áætlanir sem lagt var upp með í verkefninu.

Stjórnina skipa fulltrúar Icelandair, Reykjavíkurborgar, ISAVIA, Landsbankans, SAF, SVÞ og iðnaðarráðherra og er það mat þeirra að verkefnið hafi þegar skilað verulegum árangri og

það séu miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskt efnahagslíf að verkefninu verði fram haldið. Markaðsátakinu Inspired by Iceland var hrundið af stokkunum í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli

á methraða til þess að hamla gegn fyrirsjáanlegum samdrætti í komu ferðamanna sumarið 2010. Í framhaldinu lögðust SAF, ASÍ, SA og stjórnvöld á árar til þess að róa í höfn þriggja

ára markaðsverkefni með því markmiði að efla vetrarferðaþjónustu, jafna árstíðasveiflu í ferðaþjónustu og stuðla að meiri dreifingu ferðafólks um landið. Mikill slagkraftur náðist með

samræmdum aðgerðum í birtingum og almannatengslum síðasta vetur. Unnið hefur verið markvisst að því að farið yrði af stað með myndarlegum hætti nú í haust til þess að tapa ekki

þeim meðbyr sem verkefnið hefur skapað sér undanfarin tvö ár. Óvissan sem markaðs- og sölustarf ferðaþjónustufyrirtækja hefur verið sett í með boðaðri

hækkun virðisaukaskatts á gistiþjónustu er vissulega afar bagaleg. Engu að síður er mikilvægt að markaðsverkefnið komist sem allra kröftuglegast af stað nú á haustmánuðum

ef það á að skila tilætluðum árangri fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á komandi vetri. Þeir þátttakendur sem voru með veturinn 2011 – 2012 verða áfram sýnilegir á vefnum út

septembermánuð. Ef skráning fyrir veturinn 2012 – 2013 hefur ekki borist fyrir þann tíma fellur eldri skráning út.

Það er okkar von að þið sjáið ykkur sem flest hag í því að halda áfram þátttöku í þessu 3ja ára markaðsverkefni um fjölgun erlendra ferðamanna til Íslands yfir vetrarmánuðina.

Virðingarfyllst,

Einar Karl Haraldsson, fulltrúi iðnaðarráðherra

Elín Árnadóttir, ISAVIA

Elínborg Kvaran, Landsbankinn

Guðmundur Óskarsson, Icelandair

Lísbet Einarsdóttir, Samtök verslunar- og þjónustu

Svanhildur Konráðsdóttir, Reykjavíkurborg

Sævar Skaptason, Samtök ferðaþjónustunnar

21.05.2012

Fundur fyrir þátttakendur í Ísland - allt árið

Miðvikudaginn 16. maí s.l. var haldinn fundur fyrir þátttakendur í Ísland - allt árið á Grand hótel.  Í tilefni af fundinum hefur verið gefin út Áfangaskýrsla Ísland - allt árið; september 2011 - maí 2012. Fjölmargir þátttakendur sóttu fundinn. Á fundinum voru kynntar þær áherslur og verkefni sem unnin voru á tímabilinu október 2011 - apríl 2012 og má nálgast glærukynningu um það hér.  Einnig voru kynntar niðurstöður úr viðhorfsrannsókn um Ísland sem áfangastað sem MMR gerði í apríl 2012 ásamt niðurstöðum úr lesendakönnun á vegum Huffington Post.  Hægt er að sjá kynninguna hér.

Fulltrúar frá TaxFree Worldwide og Global Blue voru með kynningar um aukna verslun erlendra ferðamanna.  Ferðamálastjóri Ólöf Ýrr hélt stutt erindi erlenda ferðamenn og fjölgun þeirra. Kynningu ferðamálstjóra má finna hér.

2 þátttakendur í verkefninu Karl Jóhann hjá AURUM og Árni Gunnarsson frá Flugfélagi Íslands tóku til máls og fóru yfir hvers virði það er fyrir þeirra fyrirtæki að taka þátt í verkefninu.

Í lokin var svo farið yfir hvað er framundan á næstunni og er kynninguna að finna hér.  Fundinum var einnig streymt í gegnum vefinn og voru allnokkrir sem nýttu sér þá þjónustu,

 

10.04.2012

Mikill áhugi á Aldrei fór ég suður

Um páskahelgina var tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður send út í beinni útsendingu á vef Inspired by Iceland í samstarfi við skipuleggjendur hátíðarinnar, Ísafjarðarbæ, Markaðsstofu Vestfjarða, Útflutningsskrifstofu Íslenskrar tónlistar, og RÚV.

Alls heimsóttu rúmlega 35.000 manns vefinn þá þrjá daga sem útsendingin stóð yfir. Um helmingur áhorfenda var erlendis frá.
Þetta er í annað sinn sem Aldrei fór ég suður er streymt á vef Inspired by Iceland, en hátíðin var einnig send út í fyrra. Þá fylgdust um 26.000 manns með beinni útsendingu frá tónleikunum.
Einnig komu til landsins fimm erlendir blaðamenn í boði Inspired by Iceland og ÚTÓN til þess að heimsækja Ísafjörð og kynna sér íslenska tónlist.
Þetta var níunda Aldrei fór ég suður hátíðin. Meðal þeirra sem komu fram voru: Sykur, Muck, Retro Stefson, Skálmöld, Mugison, Klysja, Dúkkulísur, Pollapönk, Guðrið Hansdóttir, Jón Jónsson, og fleiri.

Mynd: Arnar Bergmann Sigurbjörnsson

23.03.2012

Eldhús - The litle house of food

Myndband sem sýndir heimboðin í Eldhús dagana 6. mars - 18. mars 2012 - Videoclip showing invites to Eldhús - The little house of food.

28.02.2012

Næstu vikur í Inspired by Iceland - Eldhús og HönnunarMars

Þá er að fara af stað næsti fasi í IBI sem stendur yfir tímabilið mars – apríl. Megin áherslan er í kringum mat, food & fun og svo Hönnunarmars. 

Búið er að hanna og smíða lítið hús sem við köllum Eldhús og verður flakkað með það um landið þar sem erlendum gestakokkum ásamt innlendum kokkum og áhugamönnum um matargerð verður boðið að elda mat úr íslensku hráefni fyrir erlenda ferðamenn. Ferðamenn geta skráð sig í heimboð í eldhúsið í gegnum vef Inspired by Iceland.

Meðfylgjandi er Power Point kynning um áherslurnar í þessum fasa ásamt plani fyrir Eldhúsið en það fer af stað í næstu viku.

Fréttatilkynning hefur verið send á íslenska miðla og birti Stöð 2 frétt um Eldhúsið í fréttatímanum þriðjudaginn 28. febrúar

(http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVBC78D94A-9E21-4269-91E7-5AC9A111037A)

Brooklyn Brothers munu koma fréttatilkynningu áfram erlendis. 

Við erum styttra á veg komin með allt fyrir hönnunina en sú skipulagning fer betur af stað þegar húsið er farið af stað í ferðina.

Frekari upplýsingar veitir Guðrún Birna Jörgensen, verkefnisstjóri, gudrunbirna@islandsstofa.is og Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður markaðssóknar, inga@islandsstofa.is

Kveðja

Inspired by Iceland

 

23.02.2012

Ný heimildamynd um heimboð Íslendinga frumsýnd á Huffington Post

Íslander er ný stutt heimildarmynd sem fjallar um heimboð Íslendinga haustið 2011 í tengslum við markaðsátakið Inspired by Iceland. Fjölmargir Íslendingar tóku þátt í verkefninu með því að bjóða erlendum ferðamönnum að sækja sig heim, eða taka þátt í daglegu lífi Íslendinga með öðrum hætti. Þeirra á meðal voru Jón Gnarr Borgarstjóri Reykjavíkur og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, auk forsetahjónanna sem buðu upp á pönnukökur á Bessastöðum.

Í myndinni er fylgst með samskiptum Íslendinga og erlendra gesta þeirra á þessum einstöku stefnumótum. Þar má sjá ferðamenn í hlaupatúr með Hlaupasamtökum lýðveldisins, þiggja kennslu í prjónaskap, borða sushi með borgarstjóranum og ljósmyndaferð á Vatnajökul svo eitthvað sé nefnt.

Leikstjóri myndarinnar er breski kvikmyndagerðarmaðurinn Rubert Murray, en myndir hans Unknown White Make og The End of the Line hafa verið tilnefndar til fjölmargra verðlauna, s.s. á Sundance Jury Prize, BAFTA, Grierson Awards, Director‘s Guild of America, og British Independent Film Awards.

Tekist hefur samningur við netrisann AOL um drefingu myndarinnar,  en hún verður frumsýnd á vef vefmiðlum Huffington Post, en daglega lesa en samhliða sýningu myndarinnar mun Huffington Post setja upp sérstaka Íslandssíðu, sem helguð verður kynningu á landi og þjóð. Ísland verður jafnframt áberandi á öðrum miðlum í netverki AOL, líkt og MyDaily, AOL Travel og GoViral. Inspired by Iceland er fyrsta herferðin til þess að gera samning um fjölþætta birtingu með þessum hætti við AOL en tæplega 70 milljónir manna heimsækja vefi Huffington Post á heimsvísu í hverjum mánuði.

„Insprired by Iceland er spennandi herferð til að vinna með fyrir AOL,“ segir Noel Pencer, aðstoðarforstjóri alþjóðasviðs AOL Huffington Post. „Hún hefur tök á að nýta sér þær fjölþættu lausnir og möguleika sem við höfum upp á að bjóða.

„Við erum mjög stolt af þessari mynd,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður markaðssóknar hjá Íslandsstofu sem sér um framkvæmd herferðarinnar. „Myndin fangar vel hversu einstök upplifun heimboðin voru fyrir erlenda gesti. Við erum líka mjög spennt fyrir því að fara í samstarf með AOL. Þetta er vettvangur sem tryggir okkur mikla dreifingu og skapar athygli fyrir Ísland sem áhugaverðan áfangastað ferðamanna.“

Upphaf vorátaks

Framundan er vorátak Inspired by Iceland. Herferðin mun áfram vinna með heimboð, en að þessu sinni með breyttum áherslum. 5. mars verður átakinu formlega ýtt úr vör með farandeldhúsi sem ferðast um landið ásamt gestgjafa sem býður erlendum ferðamönnum að bragða á veislumat úr íslenskum hráefnum á vinsælum áfangastöðum um landið. Samhliða því munum við hvetja Íslendinga til að bjóða erlendum gestum heim í eldhús til að njóta íslenskrar gestrisni.

Myndina í heild sinni má sjá hér: http://www.huffingtonpost.co.uk/news/inspiration

Einnar mínútu stikla til notkunar má nálgast hér: https://vimeo.com/37305477

 

 

09.02.2012

Fréttatilkynning send á alla miðla innanlands

Fjallað um heimboð Íslendinga í 57 löndum

 

Haustátaki markaðsverkefnisins „Ísland – allt árið“ sem hófst í október síðastliðnum lauk um áramótin. Verkefnið er rekið undir vörumerkinu Inspired by Iceland, en á haustmánuðum var miðpunktur átaksins heimboð Íslendinga.

Fjöldi Íslendinga tók þátt í verkefninu með því að bjóða ferðamönnum að sækja sig heim og kynnast daglegu lífi heimamanna. Heimboð voru víðsvegar um landið nær alla þá daga sem verkefnið stóð og er ljóst að mikill fjöldi ferðamanna þáði þau boð. Í upphafi var einungis reiknað með að heimboð stæðu í tvo mánuði, en vegna góðrar þátttöku og mikils áhuga ferðamanna hefur verið ákveðið að heimboðin verði áfram hluti af verkefninu, en reynt verður að tengja þau áherslum herferðarinnar hverju sinni.

Mikil ánægja ríkir með árangurinn af þessu verkefni, en heimboð Íslendinga vöktu mikinn áhuga erlendra fjölmiðla. Margar af stærstu fréttastofum heims fjölluðu um heimboðin í fréttum sínum, s.s. CNN, BBC, MSNBC, CNBC, Yahoo.com, Reuters, LA Times, The Times of London, ásamt fjölda annarra fjölmiðla. Alls var átakið til umfjöllunar í 57 löndum, og má reikna með að tæplega 1,2 milljarður manna hafi haft aðgang að fréttum um átakið. Andvirði þessarar umfjöllunar er metið á um 1,8 milljarð íslenskra króna.

Þá áttu margir þess kost að kynnast átakinu í gegnum samfélagsmiðla.  Rúmlega 15 milljónir manna fjölluðu um átakið á samfélagsmiðlum,  og sú umfjöllun náði augum 451 milljón notenda samfélagsmiðla.

Ákveðið var í byrjun árs 2011 að efna til samstarfs opinberra aðila, einkaaðila og sveitarstjórna til þriggja ára undir verkefnisheitinu „Ísland – Allt árið.“ Ríkisstjórnin hefur skuldbundið sig til þess að leggja fjármagn í verkefnið upp á allt að 300 milljónum króna á ári, gegn sambærilegu mótframlagi frá einkaaðilum

Tilgangur verkefnisins er að jafna árstíðarsveiflu í komu ferðamanna og skapa þannig ný störf og auka arðsemi af greininni. Verkefnið mun byggja á þeirri fjárfestingu sem lögð hefur verið í markaðsátakið Inspired by Iceland og áfram verður unnið með það vörumerki. Það beinist fyrst og fremst að því að auglýsa og kynna Ísland sem áfangastað allt árið, en um leið verður leitast við að virkja almenning á Íslandi til þátttöku í verkefninu.

Íslandsstofa annast framkvæmd verkefnisins, sem er undir stjórn iðnaðarráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Icelandair, Reykjavíkurborgar, Samtaka ferðaþjónustunnar, Iceland Express, ISAVIA, Samtaka verslunar og þjónustu og Landsbankans.  Rúmlega 130 fyrirtæki  eru þátttakendur  í verkefninu.

30.01.2012

Vefir í úrslitum til Íslensku vefverðlaunanna 2011

Ykkur til upplýsinga hefur vefur Inspired by Iceland verið tilnefndur í Íslensku vefverðlaununum sem besta markaðsherferðin.

Afhending fer fram í Tjarnarbíói kl 17.00 föstudaginn 3.febrúar.

Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða.

30.01.2012

Allsherjarfundur fyrir þátttakendur í Ísland - allt árið

Vinnufundur var haldinn þriðjudaginn 24. janúar s.l. fyrir þátttakendur í verkefninu Ísland - allt árið á Radisson Blu. Mikil og góð þátttaka var og mættu um 100 manns.  Fyrri hluti fundarins fór í kynningar þar sem farið var yfir áhrif haustátaksins, heimboðanna, og svo var farið yfir næstu skref í átakinu.

Seinni hluti fundarins fór í hugmyndavinna þátttakennda um framhaldið í markaðstarfi verkefnisins þar sem unnið var með ákveðna verkþætti í þessu samþætta markaðsverkefni. Capacent stýrði þeirri vinnu og von er á niðurstöðum úr henni mjög fljótlega.

Hægt er að nálgast glærukynningu fundarins hér ásamt myndböndum sem tekin voru á fundinum.

08.12.2011

Fréttatilkynning:

Inspired by Iceland: Heimboð halda áfram í desember -

Íslenskar jólahefðir í forgrunni

 

Haustátak Inspired by Iceland hefur farið vel af stað. Mikill áhugi hefur verið meðal ferðamanna á heimboðum Íslendinga og hafa þau verið ákaflega vel sótt. Þá hefur framtakið vakið umtalsverða athygli í erlendum fjölmiðlum, og hefur fjöldi erlendra blaðamanna komið hingað til lands til þess að þiggja og fylgjast með heimboðum.

Í ljósi þess áhuga sem ríkt hefur á heimboðum Íslendinga hefur verið ákveðið að þeim verði framhaldið í desember, enda er mikið um að vera við undirbúning jólanna, og mörg tækifæri til þess að bjóða erlendum gestum að fylgjast með jólahefðum Íslendinga. Nú þegar hafa gestrisnir Íslendingar boðið ferðamönnum að taka þátt í piparkökubakstri, jólakvöldverð  á aðfangadag og áramótaveislu á gamlársdag.

Samhliða haustátakinu er starfræktur hugmyndabanki á vefsíðunni www.inspiredbyiceland.com þar sem hægt er að senda inn hugmyndir um ónýtt tækifæri í vetrarferðaþjónustu á Ísandi. Íslendingar eru hvattir til að koma þar á framfæri þeim hugmyndum sem þeir kunna að liggja á.

16.11.2011

Undanfarnar vikur hafa blaðamenn frá hinum ýmsu miðlum verið á landinu í tengslum við verkefnið. Hér að neðan má sjá yfirlit um það hverjir hafa komið:

 • Martin Hemming frá Sunday Times í UK var hér 28.-31. október. Hann sótti eftirfarandi heimboð: tónleikar í stofunni hjá Sigríði Eyrúnu, fótabað með Katrínu Júl, gönguferð með heimamönnum á Reykjanesi, heimsókn á íslenskan bóndabæ og sundferð í Hvalfirði.
 • Robin Stacey frá The Times í UK, var hér 31.10 - 4.11. Hann fór Gullna hringinn, lærði að elda fisk af Úlfari á 3 Frökkum, fór á norðurljósanámskeið með Ragga Th., fór í „ís og eldfjallaferð“, uppskeruhátíð Ísafoldar Travel og í sushi með Jóni Gnarr.
 • Laura Feinstein frá www.psfk.com í NY var hér 11-14 nóvember. Hún var hér að skrifa um íslenska hönnun. Hún fór að tína kræklinga á Bjarteyjarsandi, í pönnukökur til forsetans og Dorrit og átti fundi með fjölmörgum íslenskum hönnuðum.
 • Rupert Murray, leikstjóri frá UK var hér 28 okt – 14 nóvember á vegum Ísland allt árið að taka upp efni fyrir heimildarmynd um verkefnið. Meðal heimboða sem hann sótti voru: fótabað með Katrínu Júl, kvöldverðarboð fyrir gay par, draugasetrið á Stokkseyri, sushi með Jóni Gnarr, ljósmyndakennsla á Höfn, hljómsveitaræfing með 1860, fótboltaæfing, pönnukökur með forsetanum og að læra að prjóna ullarpeysu.

15. nóvember 2011

Kynningafundir vegna rammasamnings og útboðs fyrir "Ísland - allt árið"

Kynningafundir um rammasamningsútboð fyrir hönnun og framleiðslu markaðsefnis fyrir "Ísland - allt árið" var haldinn þriðjudaginn 15. nóvember. Þá var einnig haldinn kynningafundur fyrir útboð á PR og samfélagsmiðlahluta verkefnisins, ásamt birtingum.

Frestur til að senda inn fyrirspurnir, óska frekari skýringa eða ef vart verður við ósamræmi í gögnum rennur út 28. nóvember 2011. Fyrirspurn skal merkt: Útboðsfulltrúi Ríkiskaupa v/15134 Ísland allt árið (myndsendir: 530 1414 eða netfang: utbod@rikiskaup.is).

Skila skal tilboðum til Ríkiskaupa, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Tilboð verða opnuð þann 6. desember 2011 kl. 10:00.

Nánar upplýsingar má nálgast á vef Ríkiskaupa hér og hér.

14.11.2011

Nú er verkefnið langt á veg komið í haustátaki. Birtingar hafa verið í gangi á þeim mörkuðum sem sótt var inn á í þessu haustátaki, þ.e.a.s. Seattle, París, London og Amsterdam. Meðfylgjandi hlekkir sýna dæmi af auglýsingum sem hafa verið birtar í hinum ýmsu miðlum. Attached are some examples of advertisements that have been in the media in our markets, Seattle, Paris, London and Amsterdam

  http://www.iceland.is/files/ibi_led_10sek_jokulsarlon.mov

http://www.iceland.is/files/ibi_led_10sek_aurora.mov

  http://www.iceland.is/files/ibi_led_10sek_geysir.mov

http://www.iceland.is/files/ibi_tv_01_20sec_en_test2_h264.mov


Inspired by Iceland