Tvöfalt ríkisfang

Fyrir íslenska ríkisborgara:

Þann 1. júlí 2003 tók gildi breyting á lögum um íslenskan ríkisborgararétt nr.100/1952. Breytingin heimilar íslenskum ríkisborgurum að halda íslensku ríkisfangi þótt þeir sæki um ríkisborgararétt í öðru ríki.

Fyrir erlenda ríkisborgara:

Þegar útlendingi er veittur íslenskur ríkisborgararéttur með lögum frá Alþingi er ekki gerð krafa til þess að hann afsali sér fyrri ríkisborgararétti sínum til þess að fá íslenska ríkisborgararéttinn. Hins vegar getur verið að lög ríkis þess sem útlendingurinn átti ríkisborgararétt í kveði á um að ríkisborgararéttur hans í því ríki falli niður er hann fær ríkisborgararétt í öðru ríki. Gildir það til dæmis um Danmörku og Noreg.

Umsóknum um tvöfalt ríkisfang skal beint til dómsmálaráðuneytis Íslands, sjá frekari upplýsingar vefsetur ráðuneytisins.Inspired by Iceland