12.03.2007

Upplýsinga- & þjónustuvefur opnar

Þann 7. mars opnaði samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga upplýsinga- og þjónustuvef með heildstæðum upplýsingum um þjónustu ríkis og sveitarfélaga og hefur forsætisráðuneytið haft umsjón með gerð þjónustuveitunnar.

Á síðunni er hægt að finna hagnýtar upplýsingar um þá efnisflokka sem vefurinn nær til og fjölda tilvísana í efni og þjónustu sem finna má á vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga. Þar er m.a. hægt að finna upplýsingar um búferluflutninga bæði þegar flutt er erlendis og einnig þegar einstaklingur eða fjölskylda flytur til Íslands eftir að hafa búið erlendis. Einnig skal bent á margvíslegar upplýsingar, sem hægt er að finna á vefsíðunni, handa erlendum ríkisborgurum sem ætla að flytja til Íslands.

Slóðin er www.island.is

Inspired by Iceland