23.03.2005

Tónleikar, ljóðalestur og fjölmiðlafræðinemar í Washington D.C.

Fimmtudaginn 17. mars hélt Anna Sigríður Helgadóttir, mezzosópransöngkona, tónleika í sendiherrabústaðnum í Washington D.C. Undirleikari var Vestur Íslendingurinn Bill Holm sem einnig flutti nokkur ljóð tileinkuð Íslandi og Íslendingum. Tónleikarnir voru hluti af tónleikaferð Önnu Sigríðar og Bill Holm í samvinnu við Vesturfarasetrið á Hofsósi. Á efnisskrá var margvísleg íslensk og erlend tónlist.

Tónleikarnir voru vel sóttir og gerðu gestir góðan róm að bæði söng og ljóðum.  Meðal gesta voru James Irvin Gadsden sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og hópur nema í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands.  Fjölmiðlafræðinemarnir heimsóttu fyrr um daginn sendiráðið og kynntu sér starfsemi þess í leiðsögn Auðuns Atlasonar sendiráðunauts.

Sendiherra og fjölmiðlafræðinemarInspired by Iceland