27.10.2011

Skólabörn í Washington nutu norræns matar

Mikill fögnuður var á meðal 6 til 10 ára skólabarna í Brookland skólanum í Washington DC þegar starfsfólk íslenska sendiráðsins og Björn Thoroddsen gítarleikari heimsóttu þau á Norræna matardeginum.Mikill fögnuður var á meðal 6 til 10 ára skólabarna í Brookland skólanum í Washington DC þegar starfsfólk íslenska sendiráðsins og Björn Thoroddsen gítarleikari heimsóttu þau á Norræna matardeginum í gær. Þau höfðu, eins og 45 þúsund jafnaldrar þeirra í 124 öðrum skólum í höfuðborginni, fengið þrjár máltíðir, morgunverð, hádegisverð og kvöldverð, sem þau kunnu vel að meta þar sem norrænir hversdagsréttir voru á borðum. Norrænir matvælaframleiðendur gáfu hráefnið. 
 
Norræni matardagurinn er samstarfsverkefni skólayfirvalda í Washington og sendiráða Norðurlandanna í borginni. Tilgangurinn er að kynna matarvenjur og menningu Norðurlandanna fyrir börnunum. Í framhaldinu munu önnur sendiráð í borginni feta í fótsporin, kynna mat og menningu heimalanda sinna í barnaskólum. Reiknað er með að fjórar slíkar kynningar fari fram á ári hverju næstu árin. 
 
Björn Thoroddsen lék íslensk lög fyrir nemendur og kennara. Starfsfólk sendiráðsins kynnti land og þjóð. Þau dreifðu bæklingum og sýndu myndband. Skólabörnin sýndu mikinn áhuga og spurðu margs.


Inspired by Iceland