08.11.2006

Kosningaréttur íslenskra ríkisborgara sem búsettir hafa verið erlendis lengur en 8 ár.

Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis hafa íslenskir ríkisborgarar sem flust hafa af landi brott og sest að erlendis kosningarrétt hér á landi í átta ár frá því þeir fluttu lögheimili sitt, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag. Þeir eru því sjálfkrafa á kjörskrá þann tíma. Að þessum átta árum liðnum falla þeir af kjörskrá nema sérstaklega sé sótt um að fá að halda kosningarrétti. Því þurfa þeir, sem vilja vera á kjörskrá, en fluttu af landi brott fyrir 1. desember 1998 og hafa verið búsettir erlendis síðan, að senda umsókn til Þjóðskrár fyrir 1. desember 2006, til þess að halda kosningarrétti. Kosningarrétturinn gildir til 1. desember 2010. Kosningarréttinn þarf að endurnýja með nýrri umsókn eftir 1. desember ári áður en hann fellur niður.

Frekari upplýsingar, ásamt hlekk í umsóknareyðublað fyrir Þjóðskrá, er að finna í fréttatilkynningu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins (http://domsmalaraduneyti.is/frettir/nr/1410 ).Inspired by Iceland