24.11.2011

Icelandic Seafood selt - íslenskur fiskur áfram í USA

Icelandic Group hefur nýverið selt starfsemi fyrirtækisins, Icelandic Seafood, í Bandaríkjunum, en fyrirtækið hefur verið í íslenskri eigu frá árinu 1947 og verið öflugt í sölu og dreifingu íslenskra fiskafurða vestanhafs. Kaupmandinnn er kanadíska sjávarútvegsfyrirtækið, Hig Liner Food.
 
Þetta þýðir þó ekki að íslenskur fiskur verði ekki lengur seldur í Bandaríkjunum. Á því verður ekki breyting, því High Liner mun tryggja áfram aðgang að mörkuðunum vestan hafs fyrir íslenskan fisk undir heitinu Icelandi Seafood, aukinheldur sem  sem vörumerkið rennur aftur til  íslenskra aðila, Icelandic Group að sjö árum liðnum.
 
Fiskréttaverksmiðja Icelandic í Newport News  i Virgina fer hins vegar til nýrra eigenda. Söluverðið var 230 milljónir USD, sem jafngildir 26,9 milljörðum íslenskra króna.
 


Inspired by Iceland