11.03.2013

CSW - 57. fundur kvennanefndar SÞ

CSW - 57.  fundur kvennanefndar SÞ Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum flutti í dag ávarp á árlegum fundi kvennanefndar SÞ. Yfirskrift fundarins í ár er "Ofbeldi gegn konum". Í ræðunni var lögð áhersla á framkvæmd alþjóðlegra skuldbindinga og hlutverk og ábyrgð karla og drengja. Upplýst var um heimild í íslenskum lögum til að vísa ofbeldismanni af heimili og setja hann í nálgunarbann. Loks var skýrt frá átakinu "Fáðu já" og hugmyndum um að finna leiðir til að takmarka aðgang að ofbeldisfullu og niðurlægjandi klámi á netinu.
More
28.01.2013

EFTA-dómstóllinn sýknar Ísland – Icesave-málinu lokið

Dómur EFTA-dómstólsins í Icesave- málinu felur í sér að Ísland er sýknað af kröfum ESA um að vera lýst brotlegt við EES-samninginn. Dómstóllinn hafnar því að íslensk stjórnvöld hafi brotið gegn tilskipun um innstæðutryggingar eða mismunað innstæðueigendum. Það er mikið ánægjuefni að málstaður Íslands hafi orðið ofan á í Icesave-málinu og með niðurstöðu EFTA-dómstólsins er lokið mikilvægum áfanga í langri sögu.
More
24.01.2013

Miðausturlönd - Ræða Íslands

Miðausturlönd - Ræða Íslands Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum flutti ávarp um Miðausturlönd í öryggisráðinu, í gær miðvikudaginn 23. janúar.
More
30.11.2012

Palestína - Ræða Íslands

Palestína - Ræða Íslands Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum flutti ávarp um málefni Palestínu í opnum umræðum í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, 30. nóvember 2012.
More
21.11.2012

Íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis hugi að kosningarrétti sínum vegna kosninga á næsta ári

Innanríkisráðuneytið vill vekja athygli íslenskra ríkisborgara sem búið hafa erlendis um tiltekinn tíma á því að huga að því hvort þeir eru á kjörskrá. Þeir sem búið hafa erlendis og fluttu lögheimili sitt fyrir meira en átta árum falla af kjörskrá að þeim tíma liðnum nema þeir sæki sérstaklega um að fá að halda kosningarrétti.
More
07.11.2012

Ræða Íslands í fyrstu nefnd

Jón Erlingur Jónasson, varafastafulltrúi, flutti eftirfarandi ræðu fyrir hönd Íslands á fundi fyrstu nefndar, 25. október, í umræðum um hefðbundin vopn.
More
07.11.2012

Aðstoð fyrir palestínska flóttamenn

Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum flutti í dag ávarp á fundi fjórðu nefndar undir dagskrárliðnum: Aðstoð fyrir palestínska flóttamenn.
More
06.11.2012

Mannréttindi - Ræða Íslands á fundi 3. nefndar

Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum flutti í dag ávarp á fundi þriðju nefndar annars vegar um baráttuna gegn kynþáttafordómum, kynþáttamisrétti, útlendingahatri og skyldu óumburðarlyndi og hins vegar um sjálfsákvörðunarrétt þjóða.
More
19.10.2012

Réttindi barna - Ræða Íslands

Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum flutti í dag ávarp á fundi þriðju nefndar um réttindi barna.
More
16.10.2012

Miðausturlönd

Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum flutti ávarp um Miðausturlönd í öryggisráðinu í gær mánudaginn 15. október.
More
16.10.2012

Ræða Íslands um jafnréttismál í þriðju nefnd

Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum flutti í dag ávarp í allsherjarþinginu á fundi þriðju nefndar undir dagskrárliðnum "Jafnréttismál og réttindi kvenna".
More
05.10.2012

Kynningarvefur er lýtur að þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október

Kynningarvefur Lagastofnunar Háskóla Íslands, gerður að beiðni forsætisnefndar Alþingis, um þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október nk., hefur verið opnaður.
More
29.09.2012

Almennar umræður á 67. allsherjarþingi - Ræða Íslands

Almennar umræður á 67. allsherjarþingi - Ræða Íslands Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, flutti í dag ávarp í almennum umræðum á 67. allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna.
More
20.09.2012

Ályktun um styrkingu stofnanakerfis mannréttindasamninga SÞ

Ályktun um styrkingu stofnanakerfis mannréttindasamninga SÞ Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum flutti eftirfarandi ávarp í allsherjarþinginu, 17. september sl, þar sem lögð var fram ályktunartillaga um framlengingu samningaviðræðna um styrkingu stofnana sem settar hafa verið á fót á grundvelli alþjóðasamninga um mannréttindi.
More
26.07.2012

Miðausturlönd

Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum flutti ávarp um Miðausturlönd í öryggisráðinu, í gær miðvikudaginn 25. júlí.
More
09.07.2012

Ráðstefna um alþjóðasamning um vopnaviðskipti - Ræða Íslands

Fastafulltrúi Íslands hjá SÞ, Gréta Gunnarsdóttir, ávarpaði í dag ráðstefnu sem nú stendur yfir hjá SÞ um gerð alþjóðasamnings um vopnaviðskipti. Hún lagði áherslu á þá afstöðu Íslands að samningurinn verði lagalega bindandi og taki fullt tillit til annarra alþjóðalaga og samninga, ekki sist alþjóðlegra mannúðarlaga og mannréttinda. Samningurinn mætti ekki heimila viðskipti með vopn þegar grundvallarmannréttindum væri stefnt í hættu. Samningurinn yrði að vera metnaðarfullur og ná til allra vopna og skotfæra, smárra sem stórra, og ná til inn-, út- og umflutnings sem og hverskonar þjónustu tengdri vopnasölu. Mikilvægt væri að í samningnum yrði ákvæði um kynbundið ofbeldi þar sem skýrt yrði kveðið á um bann við viðskiptum með vopn sem ætla mætti að yrði beitt gegn konum og börnum.
More
06.06.2012

Stjórnarfundur UNICEF

Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum flutti ávarp í dag, 6. júní, fyrir hönd, Danmerkur, Eistlands, El Salvador, Finnlands, Íslands, Kenía, Noregs og Svíþjóðar um jafnrétti kynjanna í starfi Barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna, UNICEF.
More


Inspired by Iceland