07.07.2014

Ræða utanríkisráðherra um nýtingu afurða hafsins innan nýrra þróunarmarkmiða

Fastanefnd Íslands stóð fyrir hliðarviðburði um fiskveiðar og sjálfbæra þróun. Utanríkisráðherra Íslands talaði meðal annars um hvernig nýting á afurðum hafsins styðji við megin áherslur nýrra þróunarmarkmiða með því að auka efnahagslega velsæld. Það dragi úr fátækt og og auki mataröryggi.
More
24.06.2014

Ræða Íslands á stjórnarfundi UN Women

Þórarinna Söebech, sérfræðingur í utanríkisráðuneytinu, hélt ræðu fyrir Íslands hönd á ársfundi stjórnar UN Women 19 júní sl. en Ísland situr nú í stjórn UN Women út 2014. Hún ræddi m.a. að UN Women er ein af áherslustofnunum Íslands í þróunarsamvinnu og mikilvægi þess starfs sem unnið hefur verið síðustu ár í að koma stofnunni á fót. Hún lagði einnig áherslu á hlut UN Women í að fagna því að 20 ár eru liðin 2015 frá því að Beijing aðgerðaáætlunin var samþykkt.
More
29.05.2014

Ræða Íslands um málefni hafsins

Anna Pála Sverrisdóttir frá Utanríkisráðuneytinu, skrifstofu Auðlinda- og umhverfismála, hélt ræðu um málefni hafsins.
More
29.04.2014

Ræða Íslands um Miðausturlönd

Jón Erlingur Jónasson, varafastafulltrúi, flutti ræðu um ástandið í Miðausturlöndum í öryggisráðinu þann 29. apríl 2014
More
24.04.2014

Ræða Íslands, Liechtenstein og Sviss um ástand mannréttinda í Norður-Kóre

Fastafulltrúi Íslands flutti ræðu fyrir hönd Íslands, Liechtenstein og Sviss um mannréttindaástandið í Norður-Kóreu á óformlegum fundi öryggisráðsins þann 17. apríl 2014.
More
15.04.2014

Ræða fastafulltrúa Íslands á fundi mannfjölda- og þróunarnefndar Sameinuðu þjóðanna

Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra og fastafulltrúi Íslands flutti ræðu á fundi mannfjölda og þróunarnefndar Sameinuðu þjóðanna þann 10 apríl. Lagði hún áherslu á mikilvægi þeirra skuldbindinga sem ríki hafa undirgengist á mannfjölda- og þróunarráðstefnunni í Kairó fyrir tuttugu árum og mikilvægi þess að virða þau mannréttindi sem voru viðurkennd þar og þá sérstaklega þau sem snúa að kyn og frjósemisheilbrigði og réttindum allra. Þessi réttindi fela m.a. í sér réttindi til að ráða yfir eigin líkama, hvort og hvenær einstaklingur ákveður að eiga börn og að slíkar ákvarðanir eigi sér stað án þvingana og ofbeldis.
More
11.04.2014

Umferðaröryggi - Ræða fastafulltrúa Íslands í allsherjarþinginu

Gréta Gunnarsdóttir sendiherra og fastafulltrúi Íslands flutti ræðu í allsherjarþinginu þann 10. apríl um umferðaröryggi. Lagði hún þar meðal annars áherslu á aðgerðir Íslands í málaflokknum og nefndi sérstaklega Mænuskaðastofnun Íslands í þeim efnum.
More
10.04.2014

Endurbætur á starfi mannréttindakerfis SÞ - Ræða Íslands

Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum flutti eftirfarandi ávarp í allsherjarþinginu þann 10. apríl, um endurbætur á starfi mannréttindanefndakerfis SÞ. Samningaviðræðurnar hafa verið leiddar af fastafulltrúum Íslands og Túnis, þeim Grétu Gunnarsdóttur og Mohamed Khaled Khiari, samkvæmt umboði frá forseta allsherjarþingsins en þeim lauk í febrúar mánuði. Ísland leiddi þessar samningaviðræðurnar frá apríl 2012.
More
09.04.2014

Ræða fastafulltrúa Íslands í vinnuhóp um markmið um sjálfbæra þróun.

Fastafulltrúi Íslands hélt ræðu á fundi vinnuhópsins um markmið um sjálfbæra þróun fyrir hönd 11 ríkja. Öll ríkin eru í vinahópnum sem Ísland og Namibía stofnuðu um endurheimt landgæða og baráttuna gegn eyðimerkurmyndun. Markmiðið með ræðunni var að vekja athygli á málaflokknum og setja fram tillögur um sérstök markmið.
More
28.03.2014

Ræða fastafulltrúa Íslands um ástandið í Úkraínu

Ræða fastafulltrúa Íslands um ástandið í Úkraínu Fastafulltrúi flutti ávarp í allsherjarþinginu í dag þar sem aðgerðir Rússlands í Úkraínu voru fordæmdar og mikilvægi alþjóðalaga áréttað. Allsherjarþingið samþykkti ályktun um Úkraínu með 100 atkvæðum gegn 11 en 58 ríki sátu hjá.
More
07.02.2014

Íslenskt innlegg í vinnuhópnum um sjálfbæra þróun um jafnrétti kynjanna og réttindi kvenna

Í umræðu um ný markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun lagði varafastafulltrúi áherslu á mikilvægi sérstaks markmiðs um jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna enda væri árangur í réttindabaráttu kvenna grundvöllur fyrir varanlegum árangri í öðrum málaflokkum.
More
03.12.2013

Vigdís Finnbogadóttir hlýtur tungumálaverðlaun Norðurlandanna 2013

Vigdís Finnbogadóttir hlýtur tungumálaverðlaun Norðurlandanna 2013 Frú Vigdís Finnbogadóttir, hlaut í gær tungumálaverðlaun Norðurlandanna 2013 en þau voru afhent við hátíðlega athöfn í Osló. Vigdís er þekkt fyrir starf sitt í þágu tungumála og er velgjörðarsendiherra tungumála hjá Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO).
More
06.11.2013

Aðstoð fyrir palestínska flóttamenn - 4. nefnd - Ræða Íslands

Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum flutti í dag ávarp á fundi fjórðu nefndar undir dagskrárliðnum: Aðstoð fyrir palestínska flóttamenn.
More
05.11.2013

Sjálfbær þróun - 2. nefnd - Ræða Íslands

Varafastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, Jón Erlingur Jónasson, flutti ræðu í annarri nefnd í dag um gerð nýrra markmiða um sjálfbæra þróun. Áhersla var lögð á jarðvegsmál, málefni hafsins og jafnrétti kynjanna. Bent var á að ekki yrði hægt að tryggja fæðuöryggi, nægt vatn og berjast gegn loftslagsbreytingum nema með verndun og endurheimt landgæða. Í málefnum hafsins yrði að leggja áherslu á fiskveiðistjórnun, þekkingaruppbyggingu og sterkari aðgerðir gegn mengun sjávar. Hann minnti á að til að takast á við vandamál á borð við loftslagsbreytingar og matvælaöryggi yrði að tryggja þátttöku kvenna.
More
04.11.2013

Mannréttindi - Ræða Íslands á fundi 3. nefndar

Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum flutti í dag ávarp á fundi þriðju nefndar annars vegar um baráttuna gegn kynþáttafordómum, kynþáttamisrétti, útlendingahatri og skyldu óumburðarlyndi og hins vegar um sjálfsákvörðunarrétt þjóða.
More
22.10.2013

Miðausturlönd - Ræða Íslands

Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum flutti í dag eftirfarandi ávarp um Miðausturlönd í öryggisráðinu.
More
18.10.2013

Ræða Íslands - réttindi barna

Ræða Íslands - réttindi barna Þorvarður Atli Þórsson, sendiráðsritari Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum flutti í gær ávarp á fundi þriðju nefndar um réttindi barna.
More
11.10.2013

Ræða Íslands um jafnréttismál í þriðju nefnd

Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum flutti í dag ávarp í allsherjarþinginu á fundi þriðju nefndar undir dagskrárliðnum "Jafnréttismál og réttindi kvenna".
More
30.09.2013

Almennar umræður á 68. allsherjarþingi - Ræða Íslands

Almennar umræður á 68. allsherjarþingi - Ræða Íslands Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, flutti í dag ávarp í almennum umræðum á 68. allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna.
More
23.07.2013

Miðausturlönd - Ræða Íslands

Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum flutti í dag eftirfarandi ávarp um Miðausturlönd í öryggisráðinu.
More


Inspired by Iceland