Um sendiráðið

Embassy of Iceland, LondonSendiráð Íslands í London var opnað árið 1940 og var annað íslenska sendiráðið sem opnað var eftir að íslenska utanríkisþjónustan var stofnuð sama ár. Sendiráðið þjónar Bretlandi og sjö öðrum ríkjum, þ.e. Írlandi, Jórdaníu, Möltu, Nígeríu, Portúgal, Katar og Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Tuttugu og þrjár ræðisskrifstofur eru í umdæmislöndum sendiráðsins, þ.a. fimmtán í Bretlandi. Sendiráðið er jafn-framt fastanefnd Íslands gagnvart Alþjóðasiglingamála-stofnuninni (IMO) í London.

Hlutverk sendiráðsins er að veita þjónustu við Íslendinga í umdæmisríkjunum og gæta hagsmuna Íslands, einkum á sviði utanríkis-, viðskipta- og menningamála. Á árinu 2004 bjuggu um 2-3 þúsund Íslendingar í Bretlandi og á árinu 2007 nam fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi sem komu frá Bretlandi um 75 þúsund manns.

 

Sendiráð Íslands
2A Hans Street (sjá kort f. neðan)
London SW1X 0JE

Sími.: +44 (0)20 7259 3999
Neyðarsími sendiráðsins utan opnunartíma er +354 545 9900

 View Larger Map

Video Gallery

View more videos