Ökuskírteini

Tekið er á móti umsækjendum um íslensk ökuskírteini alla virka daga milli 09:30-12:30 og 14:00-16:00 og panta þarf tíma.

Umsókninni þarf að fylgja svokallað kennispjald, sem útvega þarf frá Ríkislögreglustjóra. Nauðsynlegt er að hringja í sendiráðið fyrirfram, gefa upp nafn og íslenska kennitölu og biðja sendiráðið að útvega kennispjaldið. Fylla þarf út umsókn í sendiráðinu, koma með tvær nýlegar passamyndir í lit og greiða umsóknargjald. Umsækjendur sem nota gleraugu við aksturinn eru beðnir um að framvísa augnvottorði.

 Gjaldskrá Athugið að eingöngu er tekið við reiðufé.

Afgreiðslutími ökuskírteinis er um fjórar vikur.Inspired by Iceland